Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 17:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
„Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira