Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 11:01 Alexander Rafn Pálmason þykir mikið efni og strákarnir í Stúkunni hrifust af frammistöðu hans gegn ÍBV. stöð 2 sport Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Alexander kom KR yfir gegn ÍBV með laglegu skoti með vinstri fæti úr vítateignum. Hann bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen frá 1994 en gamli landsliðsfyrirliðinn varð þá yngstur til að skora í efstu deild, fyrir Val gegn ÍBV, fimmtán ára og 253 daga að aldri. Alexander er fæddur 7. apríl 2010 og var því fimmtán ára og 33 daga gamall þegar hann skoraði á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson hreifst af frammistöðu Alexanders í leiknum í Laugardalnum í fyrradag. „Ef maður á ekki að vera meðvirkur með aldrinum heldur horfa burtséð frá honum held ég að stærsta hólið sem maður getur gefið honum er það að maður varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. „Hann skorar þetta mark og stendur ágætlega fyrir sínu. Þetta er gríðarlega efnilegur piltur og geta haldið sínu á þessum vettvangi á þessum aldri er frábært.“ Albert Brynjar Ingason hrósaði Alexander einnig fyrir markið. „Geðveikt mark. Móttaka með hægri, skot með vinstri,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Alexander Rafn Í Stúkunni var sögulegt mark Eiðs Smára í Eyjum fyrir 31 ári sýnt. „Þessi endaði í Chelsea og Barcelona. Það er gaman að sjá hvað hinn gerir,“ sagði Lárus Orri í léttum dúr. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27 Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. 10. maí 2025 21:49
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10. maí 2025 19:27
Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. 10. maí 2025 18:17