Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 19:27 Formenn félaga fornleifafræðinga og forvarða eru uggandi yfir stöðunni. Vísir/Samsett Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim. Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær. Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær.
Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira