Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Alexander Rafn Pálmason á nú öll fjögur metin sem Eiður Smári sló með Valsmönnum sumarið 1994. Vísir/Guðmundur Þórlaugarsson/timarit.is Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum. Eiður setti fjögur met í tveimur fyrstu leikjunum sínum sumarið 1994 og tvö þeirra voru met sem stóðu allt þar til í sumar. Það þriðja féll í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Í síðustu sjö umferðum Bestu deildar karla hefur Eiður Smári misst þrjú met. Frétt Morgunblaðsins um metið hans Eiðs Smára fyrir 31 ári síðan.Timarit.is/Morgublaðið Byrjaði fyrsts leik mótsins og lagði upp mark Í fyrstu umferðinni á móti Keflavík í maí 1994 þá setti Eiður nefnilega þrjú met. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild á Íslandi og um leið yngsti leikmaðurinn til að byrja leik. Í þessum leik var Eiður Smári aðeins fimmtán ára og 259 daga gamall. Eiður náði ekki að skora á móti Keflavík en lagði hins vegar upp mark Valsliðsins. Varð þá sá yngsti til að leggja upp mark í deildinni. Aðeins þremur dögum seinna setti Eiður hins vegar annað met þegar hann skoraði mark Vals í 1-1 jafntefli á móti ÍBV úti í Eyjum. Eiður Smári missti aldursmetið sitt í lokaumferð mótsins 1994 þegar KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild, þá fimmtán ára og 149 daga gamall. Metið hefur verið slegið nokkrum sinnum síðan þá. Bætti stoðsendingametið í október Alexander Rafn Pálmason tók stoðsendingametið af Eiði í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar karla í fyrrahaust en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 19 daga þegar hann lagði upp síðasta markið fyrir Benoný Breka Andrésson. Það mark varð auðvitað metmark en enginn hefur skorað fleiri mörk á einni leiktíð en Benoný Breki. Næstum því tveimur mánuðum áður hafði Alexander Rafn orðið sá yngsti frá upphafi til að taka þátt í leik í efstu deild á Íslandi þegar hann kom við sögu í leik KR á móti ÍA. Þann dag var Alexander aðeins 14 ára og 147 daga gamall. Það var fyrsta aldursmet Alexanders en eftir frammistöðu hans í Laugardalnum á laugardaginn þá á hann nú öll fjögur metin sem voru einu sinni í eigu Eiðs Smára. Eiður Smári missti reyndar byrjunarliðsmetið sitt til liðsfélaga Alexanders, Sigurðar Breka Kárasonar, sem varð yngsti byrjunarliðsmaður sögunnar í 3-3 jafntefli KR og Vals í annarri umferðinni í sumar. Alexander hrifsaði það met af Sigurði Breka þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, valdi hann í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn. Lifa síðustu met Eiðs Smára? Alexander er nú yngstur til spila, byrja inn á, skora mark og gefa stoðsendingu í efstu deild á Íslandi. Eiður Smári á enn þrjú met. Hann varð ekki sextán ára sumarið 1994 fyrr en 15. september. Þá var hann búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í deildarleikjum Vals. Enginn leikmaður hefur skorað, lagt upp eða átt þátt í fleiri mörkum fyrir sextán ára afmælið sitt. Alexander Rafn fær vonandi marga leiki í sumar til að ógna þessu meti enda verður hann ekki sextán ára gamall fyrr en í apríl á næsta ári. Hvort að Eiður missti þessi met líka eftir sumarið verður bara að koma í ljós en miðað við afgreiðslu Alexanders á móti Eyjamönnum þá er alls ekki hægt að afskrifa slíkt. - Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024 Besta deild karla KR Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Eiður setti fjögur met í tveimur fyrstu leikjunum sínum sumarið 1994 og tvö þeirra voru met sem stóðu allt þar til í sumar. Það þriðja féll í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Í síðustu sjö umferðum Bestu deildar karla hefur Eiður Smári misst þrjú met. Frétt Morgunblaðsins um metið hans Eiðs Smára fyrir 31 ári síðan.Timarit.is/Morgublaðið Byrjaði fyrsts leik mótsins og lagði upp mark Í fyrstu umferðinni á móti Keflavík í maí 1994 þá setti Eiður nefnilega þrjú met. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild á Íslandi og um leið yngsti leikmaðurinn til að byrja leik. Í þessum leik var Eiður Smári aðeins fimmtán ára og 259 daga gamall. Eiður náði ekki að skora á móti Keflavík en lagði hins vegar upp mark Valsliðsins. Varð þá sá yngsti til að leggja upp mark í deildinni. Aðeins þremur dögum seinna setti Eiður hins vegar annað met þegar hann skoraði mark Vals í 1-1 jafntefli á móti ÍBV úti í Eyjum. Eiður Smári missti aldursmetið sitt í lokaumferð mótsins 1994 þegar KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild, þá fimmtán ára og 149 daga gamall. Metið hefur verið slegið nokkrum sinnum síðan þá. Bætti stoðsendingametið í október Alexander Rafn Pálmason tók stoðsendingametið af Eiði í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar karla í fyrrahaust en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 19 daga þegar hann lagði upp síðasta markið fyrir Benoný Breka Andrésson. Það mark varð auðvitað metmark en enginn hefur skorað fleiri mörk á einni leiktíð en Benoný Breki. Næstum því tveimur mánuðum áður hafði Alexander Rafn orðið sá yngsti frá upphafi til að taka þátt í leik í efstu deild á Íslandi þegar hann kom við sögu í leik KR á móti ÍA. Þann dag var Alexander aðeins 14 ára og 147 daga gamall. Það var fyrsta aldursmet Alexanders en eftir frammistöðu hans í Laugardalnum á laugardaginn þá á hann nú öll fjögur metin sem voru einu sinni í eigu Eiðs Smára. Eiður Smári missti reyndar byrjunarliðsmetið sitt til liðsfélaga Alexanders, Sigurðar Breka Kárasonar, sem varð yngsti byrjunarliðsmaður sögunnar í 3-3 jafntefli KR og Vals í annarri umferðinni í sumar. Alexander hrifsaði það met af Sigurði Breka þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, valdi hann í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn. Lifa síðustu met Eiðs Smára? Alexander er nú yngstur til spila, byrja inn á, skora mark og gefa stoðsendingu í efstu deild á Íslandi. Eiður Smári á enn þrjú met. Hann varð ekki sextán ára sumarið 1994 fyrr en 15. september. Þá var hann búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í deildarleikjum Vals. Enginn leikmaður hefur skorað, lagt upp eða átt þátt í fleiri mörkum fyrir sextán ára afmælið sitt. Alexander Rafn fær vonandi marga leiki í sumar til að ógna þessu meti enda verður hann ekki sextán ára gamall fyrr en í apríl á næsta ári. Hvort að Eiður missti þessi met líka eftir sumarið verður bara að koma í ljós en miðað við afgreiðslu Alexanders á móti Eyjamönnum þá er alls ekki hægt að afskrifa slíkt. - Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024
- Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024
Besta deild karla KR Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira