Fótbolti

Sjáðu drauma­mark Ísaks Andra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði glæsimark.
Skoraði glæsimark. ifknorrkoping.se

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði heldur betur glæsilegt mark þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Hammarby á útivelli í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan.

Ísak Andri hóf leikinn á vinstri væng gestanna á meðan Arnór Ingvi Traustason var á sínum stað á miðsvæðinu. Þegar stundarfjórðungur var liðinn féll boltinn fyrir Ísak Andra sem lét vaða af löngu færi og söng boltinn í netinu.

Þrátt fyrir að eiga fínan leik var Ísak Andri tekinn af velli á 72. mínútu en þá var staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur. Arnór Ingvi spilaði allan leikinn.

Norrköping er í 7. sæti með 10 stig að loknum átta leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×