Innlent

Samningur sak­sóknara, þras á Al­þingi og bak­garðs­hlaup í blíðunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unni að máli tengt fyrirtækinu fyrir embættið.

Við ræðum um málið við Ólaf Þ. Hauksson, sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á þessum tíma. 

Þá greinum við frá stöðunni á landamærum Indlands og Pakistan, en óttast er að allsherjarstríð gæti brotist út milli kjarnorkuveldanna tveggja eftir stigmögnun átaka þeirra á milli.

Við tökum púlsinn á Alþingi, sem ræðir um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra á sérstökum laugardagsfundi. Meirihlutinn sakar stjórnarandstöðuna um málþóf, en stjórnarandstaðan furðar sig á móti á fjarvistum ráðherra.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hófst í morgun, og ræðum við sérfræðing á því sviði. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf, í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 10. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×