Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 12:05 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að Ólafur Þ. Hauksson, þáverandi sérstakur saksóknari, hafi gert verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna hrunmáls í upphafi árs 2012. Nauðsynlegur samningur Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn og Jón Óttar Ólafsson, eigendur og stofnendur PPP, höfðu gegnt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þegar þeir stofnuðu fyrirtækið en þeir voru síðar kærðir af embættinu í maí 2012 vegna brots á þagnarskyldu. Þeir gengu til liðs við sérstakan saksóknara árið 2009 og voru báðir starfsmenn embættisins í nóvember 2011 þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Mikið hefur verið fjallað um PPP síðustu vikur eftir umfjöllun Kveiks varðandi njósnir fyrirtækisins. Ólafur segir að samningur við fyrirtækið hafi verið nauðsynlegur á þeim tíma. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar í nóvember 2014 kom fram að PPP sf. hefði fengið 4,3 milljónir króna greiddar frá Sérstökum saksóknara fyrir störf sín árið 2012. Þau störf voru innt af hendi áður en Jón Óttar og Guðmundur Haukur voru kærðir. „Þeir voru í verktöku hjá okkur við mál sem þeir áttu ólokið þegar þeir luku störfum hjá embættinu um áramótin. Það samband minnir mig hafa verið í tvo mánuði, í janúar og febrúar til að tryggja yfirfærslu þeirra verkefna sem þeir áttu ólokið.“ Lagaheimild til staðar Ólafur segir í raun ekkert athugavert við umræddan samning og minnir á að ekki hafi legið fyrir á þeim tíma að PPP stundaði njósnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Það er sérstök lagaheimild fyrir þessu í lögum um sérstakan saksóknara í fjórðu grein þeirra laga. Þá er gert ráð fyrir því að embættið gæti leitað til sérfræðinga bæði innlendra og erlendra.“ Í verktöku fyrir embættið vann PPP að máli sem varðaði kæru á hendur Sjóvá og Milestone. „Þeir voru að vinna með þessa Sjóvá kæru og inn í það tengist auðvitað Milestone. Núna hefur komið í ljós eftir þessa opinberun að þeir voru að reyna búa til einhvers konar samninga við Sjóvá á sama tíma. Við fyrst og fremst töldum að þeir væru að fara vinna fyrir aðra aðila. Ég reikna bara með að þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið boðaðar muni fara mjög þétt ofan í saumana á öllum þáttum málsins.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira