Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 7. maí 2025 19:09 Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hyggjast efla eftirlit á áfengissölu á íþróttaleikjum. Vísir/Sigurjón/Hulda Margrét Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til aðhvað selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“ Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira
Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“
Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira