Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti blaðamenn við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar. Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira