Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 10:31 Þórir Hergeirsson vann til ótal verðlauna með norska kvennalandsliðinu og hefur eflaust ýmislegt að færa íslenskum handbolta sem nýráðinn ráðgjafi hjá HSÍ. Samsett/Stöð2/Ekstrabladet Ráðning Handknattleikssambands Íslands á Þóri Hergeirssyni í stöðu ráðgjafa í afreksmálum hefur vakið athygli í handboltaheiminum og er víða fjallað um hana, sérstaklega á Norðurlöndum. Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir
HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira