Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 17:17 Hér má sjá svekkta stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða en var ekki hleypt inn á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid á Stade de France árið 2022. Getty/Matthias Hangst Gerald Darmanin, sem var áður innanríkisráðherra Frakka, hefur nú stigið fram og beðið stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool afsökunar. Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira