Enski boltinn

Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jorginho hefur leikið á Englandi síðan 2018.
Jorginho hefur leikið á Englandi síðan 2018. getty/Alex Davidson

Jorginho gengur væntanlega í raðir Flamengo í Brasilíu þegar samningur hans við Arsenal rennur út í sumar.

Flamengo hefur lengi haft augastað á Jorginho og freistaði þess að fá þennan 33 ára miðjumann í desember en án árangurs. En nú bendir flest til þess að hann fari til brasilíska liðsins í sumar.

Jorginho er fæddur í Brasilíu en fluttist til Ítalíu þegar hann var fimmtán ára. Hann lék á Ítalíu til 2018 og á 57 leiki að baki fyrir ítalska landsliðið. Jorginho varð Evrópumeistari með því 2021.

Eftir fimm ár hjá Chelsea gekk Jorginho í raðir Arsenal í lok janúar 2023. Hann hefur leikið 78 leiki fyrir Arsenal, þar af 26 á þessu tímabili.

Arsenal, sem er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Paris Saint-Germain á Parc des Princes í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×