Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 13:32 KR-ingar fagna með stuðningsmönnum sínum á Kópavogsvelli í gær. vísir/diego Óhætt er að segja að leikir KR í Bestu deild karla í sumar hafi verið afar skemmtilegir. Það vantar allavega ekki mörkin í þá. KR gerði 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvelli í gær. KR-ingar lentu 2-0 undir, jöfnuðu og komust yfir en Blikar jöfnuðu í uppbótartíma. KR er í 4. sæti með sjö stig eftir fimm umferðir og er eina taplausa liðið í deildinni. Markatala KR er 15-10 og því hafa verið skoruð samtals 25 mörk í leikjum liðsins. Það gera fimm mörk að meðaltali í leik. Sjö leikmenn KR hafa skorað mörkin fimmtán sem liðið hefur gert. Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skorað fjögur mörk, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson þrjú hvor, Aron Sigurðarson tvö og Matthias Præst, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Finnur Tómas Pálmason eitt mark hver. Verða ekki sigraðir Eftir leikinn á Kópavogsvelli kvaðst Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, vera hreykinn af sínu liði. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög stoltur af liðinu, sagði við þá inni í klefa eftir leik að þeir byggju yfir mikilvægasta hráefninu sem þú getur haft þegar þú ert að búa til lið. Sem er að vita ekki hvenær þú átt að gefast, vita ekki hvenær þú ert í vonlausri stöðu. Þeir héldu áfram og áfram og áfram. Við spiluðum okkar leik, alls ekki allt sem heppnaðist, eðlilega þar sem við erum að spila á móti Íslandsmeisturunum á heimavelli. Þeir eru alltaf að fara gera þér lífið erfitt, en það er bara svo mikill karakter í þessu liði,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Næsti leikur KR er gegn ÍBV á AVIS-vellinum í Laugardalnum á laugardaginn kemur. Eyjamenn eru með sjö stig líkt og KR-ingar. Besta deild karla KR Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
KR gerði 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvelli í gær. KR-ingar lentu 2-0 undir, jöfnuðu og komust yfir en Blikar jöfnuðu í uppbótartíma. KR er í 4. sæti með sjö stig eftir fimm umferðir og er eina taplausa liðið í deildinni. Markatala KR er 15-10 og því hafa verið skoruð samtals 25 mörk í leikjum liðsins. Það gera fimm mörk að meðaltali í leik. Sjö leikmenn KR hafa skorað mörkin fimmtán sem liðið hefur gert. Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skorað fjögur mörk, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson þrjú hvor, Aron Sigurðarson tvö og Matthias Præst, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Finnur Tómas Pálmason eitt mark hver. Verða ekki sigraðir Eftir leikinn á Kópavogsvelli kvaðst Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, vera hreykinn af sínu liði. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög stoltur af liðinu, sagði við þá inni í klefa eftir leik að þeir byggju yfir mikilvægasta hráefninu sem þú getur haft þegar þú ert að búa til lið. Sem er að vita ekki hvenær þú átt að gefast, vita ekki hvenær þú ert í vonlausri stöðu. Þeir héldu áfram og áfram og áfram. Við spiluðum okkar leik, alls ekki allt sem heppnaðist, eðlilega þar sem við erum að spila á móti Íslandsmeisturunum á heimavelli. Þeir eru alltaf að fara gera þér lífið erfitt, en það er bara svo mikill karakter í þessu liði,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Næsti leikur KR er gegn ÍBV á AVIS-vellinum í Laugardalnum á laugardaginn kemur. Eyjamenn eru með sjö stig líkt og KR-ingar.
Besta deild karla KR Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira