Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2025 07:00 Harry Kane og Eric Dier sungu „We are the champions“ af mikilli innlifun. Harry Langer/DeFodi via Getty Images Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen. Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil. Þýski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil.
Þýski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira