„Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. maí 2025 14:08 West hefur tilkynnt Connelly að hann muni lögsækja hann fyrir vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að rapparinn varð háður hláturgasi. Getty/TikTok Kanye West og Bianca Censori hyggjast lögsækja tannlækninn Thomas Connelly fyrir að hafa útvegað rapparanum „hættulegt“ magn hláturgass sem gerði hann háðan gasinu, leiddi til mikilla geðsveifla og olli honum „taugafræðilegum skaða“. Hjónin hafa sent tannlækninum bréf þess efnis að þau hyggist lögsækja hann að 90 dögum liðnum fyrir vítaverða vanrækslu og afglöp í starfi, fjársvik og fjárhagslega misnotkun. Milo Yiannopoulos, talsmaður West, birti bréfið á X (Twitter) í fyrradag og lögfræðingurinn Andrew Cherkasky staðfesti lögmæti þess í samtali við Rolling Stone og jafnframt að hann væri lögfræðingur hjónanna í málinu. Last year, I published a sworn affidavit about Ye’s dentist, Dr Thomas Connelly. Today, at 10:09am Pacific, Connelly was served notice that Ye and Bianca are personally suing him for malpractice, fraud, gross negligence, financial exploitation, abandonment and more. (1/3) pic.twitter.com/aTT6nPVdhE— MILO (@Nero) May 1, 2025 „Skjólstæðingar okkar hyggjast höfða málsókn gegn þér fyrir vítavert gáleysi í meðferð sjúklings, vanrækslu í starfi og tengd bótaskyld brot á samningum sem eiga rætur sínar að rekja til meðferðar þinna á Ye,“ segir í bréfinu til Connelly. „Framferði þitt fór hraksmánarlega langt niður fyrir viðeigandi staðla umönnunar og braut í bága við þínar lagalegu og starfstengdu skyldur, sem ollu skjólstæðingum okkar umtalsverðum skaða,“ sagði jafnframt. Hláturgas „eingöngu til dægrastyttingar“ Fram kemur í bréfinu að West hafi fyrst komið til Connelly í byrjun árs 2024 og gengist þar undir ýmiss konar aðgerðir, þar á meðal fengið sérstaka títaníumkrúnu. Í bréfinu er því haldið fram að Connelly hafi útvegað West nituroxíð, betur þekkt sem hláturgas, í magni sem ekki væri hægt að réttlæta læknisfræðilega. Connelly hafi útvegað West hláturgas „eingöngu til dægrastyttinga“ og leiðbeint rapparanum hvernig hann gæti andað því að sér sjálfur. West og Censori á Grammy-hátíðinni í febrúar.Getty „Þú gekkst svo langt að senda stóra nituroxíð-tanka í ,skurðaðgerðar-stærð' til íbúðarhúsnæðis Ye, húsnæðis sem hann deildi með fröken Censori, og þannig gert honum kleift og hvatt hann til að anda að sér nituroxíði utan læknisfræðilegs vettvangs,“ segir í bréfinu. Með því að breyta „kraftmiklu svæfingarlyfi“ í lyf sem mætti taka með sér heim hefði Connelly sýnt af sér vítavert skeytingarleysi fyrir heilsu og öryggi rapparans. Geðsveiflur, kvíði og þunglyndi vegna fíknarinnar Í bréfinu er því haldið fram að í maí 2024 hafi West byrjað að „sýna merki fíknar og taugafræðilegum skaða“ sem fólst meðal annars í því að hann gekk gjarnan um með öndunargrímu, fengið þráhyggju fyrir hláturgasi og sýnt önnur merki um „misnotkun og eituráhrif“. Connelly hafi af ásettu ráði hunsað þessi varúðarmerki. Cherkasky heldur því fram að Connelly hafi gengist við því í skilaboðum og netpósti að hann hafi gert „mistök“ í meðferðinni. Það undirstriki svívirðileika hegðunarinnar og til marks um vanrækslu hans. Þá er því haldið fram í bréfinu að Connelly hafi misnotað viðkvæma stöðu West með því að rukka hann mánaðarlega um 50 þúsund (um 6,46 milljónir króna) fyrir „stöðugar birgðir“ af nituroxíði. Eftir að hafa alið fíkn með West hafi hann svipt rapparann þjónustu samstundis frekar en að tryggja að West fengi hjálp. „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna. Hann upplifði aukinn rugling, geðsveiflur, kvíða og þunglyndi,“ segir í bréfinu. Ætli í meðferð við hláturgasfíkn West hafi ákveðið að fara í meðferð við fíkn sinni til að afeitrast og jafna sig. Kennir hann hláturgasfíkn sinni um „umtalsvert fjárhagstjón“ og vandræði í hjónabandi hans við Censori. Hún hafi fyrir vikið verið svipt stuðningi, samfylgd og hjúskap við eiginmann sinn á þessu tímabili. Þess er krafist í bréfinu að Connelly hafi samband við tryggingafyrirtæki sitt svo hægt sé að komast að niðurstöðu í málinu. Cherkasky fer fyrir máli West og Censori ásamt Katie Cherkasky, meðeiganda sínum og maka. Kanye var um margra ára bil einn stærsti tónlistarmaður í heimi en vakti reglulega athygli fyrir óviðeigandi hegðun og yfirlýsingar. Síðustu þrjú ár hefur þessi ofstopafulla hegðun rapparans færst í aukana, hann hefur ítrkeðað lýst yfir aðdáun sinni á Hitler, gerst sekur um andgyðingleg ummæli og farið mikinn á samfélagsmiðlum með hatursfullum skrifum. Þá greindi hann einnig frá því að hann hefði verið ranglega verið greindur með geðhvörf og væri í raun einhverfur. Á sama tíma hefur reglulega verið fjallað um að hjónaband hans við hina áströlsku Censori sé á barmi skilnaðar. Síðasta plata West, Donda 2, kom út 2022 í ókláruðu formi á tónlistarveitunni Stem Player. West uppfærði plötuna töluvert og gaf út á öllum streymisveitum í síðasta mánuði. Lítið fór fyrir útgáfuna enda hafa tónlistarlegum gæðum hrakað gríðarlega hjá rapparanum. West stefnir á að gefa út plötuna Cuck í þessum mánuði og hefur birt lög og lagabrot af henni. Sammerkt með þeim er mikil áherslu á nasisma og Hitler. Hér fyrir neðan má heyra lagið WW3: Mál Kanye West Hollywood Tannheilsa Fíkn Tengdar fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Taylor Swift er sögð hafa hótað Kanye West lögsókn eftir að rapparinn viðhafði klúr ummæli um söngkonuna og lýsti því yfir að hann vildi sofa hjá henni. 11. apríl 2025 16:13 Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Kanye West gaf út lag með dóttur sinni North og Sean „Diddy“ Combs um helgina en rapp North á laginu virðist vera í óþökk Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Búið er að eyða laginu en fyrir útgáfuna sagðist West ætla í stríð við Kim ef hún kæmi í veg fyrir útgáfuna. 17. mars 2025 10:50 Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. 10. febrúar 2025 10:37 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Hjónin hafa sent tannlækninum bréf þess efnis að þau hyggist lögsækja hann að 90 dögum liðnum fyrir vítaverða vanrækslu og afglöp í starfi, fjársvik og fjárhagslega misnotkun. Milo Yiannopoulos, talsmaður West, birti bréfið á X (Twitter) í fyrradag og lögfræðingurinn Andrew Cherkasky staðfesti lögmæti þess í samtali við Rolling Stone og jafnframt að hann væri lögfræðingur hjónanna í málinu. Last year, I published a sworn affidavit about Ye’s dentist, Dr Thomas Connelly. Today, at 10:09am Pacific, Connelly was served notice that Ye and Bianca are personally suing him for malpractice, fraud, gross negligence, financial exploitation, abandonment and more. (1/3) pic.twitter.com/aTT6nPVdhE— MILO (@Nero) May 1, 2025 „Skjólstæðingar okkar hyggjast höfða málsókn gegn þér fyrir vítavert gáleysi í meðferð sjúklings, vanrækslu í starfi og tengd bótaskyld brot á samningum sem eiga rætur sínar að rekja til meðferðar þinna á Ye,“ segir í bréfinu til Connelly. „Framferði þitt fór hraksmánarlega langt niður fyrir viðeigandi staðla umönnunar og braut í bága við þínar lagalegu og starfstengdu skyldur, sem ollu skjólstæðingum okkar umtalsverðum skaða,“ sagði jafnframt. Hláturgas „eingöngu til dægrastyttingar“ Fram kemur í bréfinu að West hafi fyrst komið til Connelly í byrjun árs 2024 og gengist þar undir ýmiss konar aðgerðir, þar á meðal fengið sérstaka títaníumkrúnu. Í bréfinu er því haldið fram að Connelly hafi útvegað West nituroxíð, betur þekkt sem hláturgas, í magni sem ekki væri hægt að réttlæta læknisfræðilega. Connelly hafi útvegað West hláturgas „eingöngu til dægrastyttinga“ og leiðbeint rapparanum hvernig hann gæti andað því að sér sjálfur. West og Censori á Grammy-hátíðinni í febrúar.Getty „Þú gekkst svo langt að senda stóra nituroxíð-tanka í ,skurðaðgerðar-stærð' til íbúðarhúsnæðis Ye, húsnæðis sem hann deildi með fröken Censori, og þannig gert honum kleift og hvatt hann til að anda að sér nituroxíði utan læknisfræðilegs vettvangs,“ segir í bréfinu. Með því að breyta „kraftmiklu svæfingarlyfi“ í lyf sem mætti taka með sér heim hefði Connelly sýnt af sér vítavert skeytingarleysi fyrir heilsu og öryggi rapparans. Geðsveiflur, kvíði og þunglyndi vegna fíknarinnar Í bréfinu er því haldið fram að í maí 2024 hafi West byrjað að „sýna merki fíknar og taugafræðilegum skaða“ sem fólst meðal annars í því að hann gekk gjarnan um með öndunargrímu, fengið þráhyggju fyrir hláturgasi og sýnt önnur merki um „misnotkun og eituráhrif“. Connelly hafi af ásettu ráði hunsað þessi varúðarmerki. Cherkasky heldur því fram að Connelly hafi gengist við því í skilaboðum og netpósti að hann hafi gert „mistök“ í meðferðinni. Það undirstriki svívirðileika hegðunarinnar og til marks um vanrækslu hans. Þá er því haldið fram í bréfinu að Connelly hafi misnotað viðkvæma stöðu West með því að rukka hann mánaðarlega um 50 þúsund (um 6,46 milljónir króna) fyrir „stöðugar birgðir“ af nituroxíði. Eftir að hafa alið fíkn með West hafi hann svipt rapparann þjónustu samstundis frekar en að tryggja að West fengi hjálp. „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna. Hann upplifði aukinn rugling, geðsveiflur, kvíða og þunglyndi,“ segir í bréfinu. Ætli í meðferð við hláturgasfíkn West hafi ákveðið að fara í meðferð við fíkn sinni til að afeitrast og jafna sig. Kennir hann hláturgasfíkn sinni um „umtalsvert fjárhagstjón“ og vandræði í hjónabandi hans við Censori. Hún hafi fyrir vikið verið svipt stuðningi, samfylgd og hjúskap við eiginmann sinn á þessu tímabili. Þess er krafist í bréfinu að Connelly hafi samband við tryggingafyrirtæki sitt svo hægt sé að komast að niðurstöðu í málinu. Cherkasky fer fyrir máli West og Censori ásamt Katie Cherkasky, meðeiganda sínum og maka. Kanye var um margra ára bil einn stærsti tónlistarmaður í heimi en vakti reglulega athygli fyrir óviðeigandi hegðun og yfirlýsingar. Síðustu þrjú ár hefur þessi ofstopafulla hegðun rapparans færst í aukana, hann hefur ítrkeðað lýst yfir aðdáun sinni á Hitler, gerst sekur um andgyðingleg ummæli og farið mikinn á samfélagsmiðlum með hatursfullum skrifum. Þá greindi hann einnig frá því að hann hefði verið ranglega verið greindur með geðhvörf og væri í raun einhverfur. Á sama tíma hefur reglulega verið fjallað um að hjónaband hans við hina áströlsku Censori sé á barmi skilnaðar. Síðasta plata West, Donda 2, kom út 2022 í ókláruðu formi á tónlistarveitunni Stem Player. West uppfærði plötuna töluvert og gaf út á öllum streymisveitum í síðasta mánuði. Lítið fór fyrir útgáfuna enda hafa tónlistarlegum gæðum hrakað gríðarlega hjá rapparanum. West stefnir á að gefa út plötuna Cuck í þessum mánuði og hefur birt lög og lagabrot af henni. Sammerkt með þeim er mikil áherslu á nasisma og Hitler. Hér fyrir neðan má heyra lagið WW3:
Mál Kanye West Hollywood Tannheilsa Fíkn Tengdar fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Taylor Swift er sögð hafa hótað Kanye West lögsókn eftir að rapparinn viðhafði klúr ummæli um söngkonuna og lýsti því yfir að hann vildi sofa hjá henni. 11. apríl 2025 16:13 Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Kanye West gaf út lag með dóttur sinni North og Sean „Diddy“ Combs um helgina en rapp North á laginu virðist vera í óþökk Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Búið er að eyða laginu en fyrir útgáfuna sagðist West ætla í stríð við Kim ef hún kæmi í veg fyrir útgáfuna. 17. mars 2025 10:50 Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. 10. febrúar 2025 10:37 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Taylor Swift er sögð hafa hótað Kanye West lögsókn eftir að rapparinn viðhafði klúr ummæli um söngkonuna og lýsti því yfir að hann vildi sofa hjá henni. 11. apríl 2025 16:13
Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Kanye West gaf út lag með dóttur sinni North og Sean „Diddy“ Combs um helgina en rapp North á laginu virðist vera í óþökk Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Búið er að eyða laginu en fyrir útgáfuna sagðist West ætla í stríð við Kim ef hún kæmi í veg fyrir útgáfuna. 17. mars 2025 10:50
Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. 10. febrúar 2025 10:37