Sport

Upp­selt í fyrsta sinn á Álftanesinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Okeke verður í lykilhlutverki fyrir Álftanes í kvöld.
David Okeke verður í lykilhlutverki fyrir Álftanes í kvöld. vísir/anton

Færri munu komast að en vilja er stórleikur Álftaness og Tindastóls fer fram í kvöld.

Þetta er fjórði leikur liðanna. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Tindastól. Sigur þeirra þýðir að liðið kemst í úrslitaeinvígið en ef Álftanes vinnur verða liðin að spila oddaleik á Króknum næstkomandi mánudag.

Tveimur sólarhringum fyrir leik var miðasölu hætt á Stubbi og allra síðustu miðarnir voru seldir í Kaldalónshöllinni í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt verður á leik á Álftanesinu. Liðið komst upp í úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögu félagsins fyrir tveimur árum síðan.

Spáin á leikdegi er frábær. Sól, hiti og lítill vindur. Það verður því mikið um dýrðir fyrir leik og hefst fjölskyldudagskrá á svæðinu klukkan 17.00.

Leikurinn hefst svo klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×