Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 10:13 Russel Brand fyrir utan dómshúsið í Westminster í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025 Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025
Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira