Enski boltinn

Eig­andi Chelsea þekkti ekki Ruud Gul­lit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir góð ár á Ítalíu samdi Ruud Gullit við Chelsea 1995.
Eftir góð ár á Ítalíu samdi Ruud Gullit við Chelsea 1995. getty/Allsport

Todd Boehly, eigandi Chelsea, hafði ekki hugmynd um hver Ruud Gullit, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri liðsins, var þegar þeir hittust fyrst.

Gullit lauk ferli sínum með Chelsea og þjálfaði liðið svo um tveggja ára skeið. Undir hans stjórn vann Chelsea ensku bikarkeppnina 1997.

Þrátt fyrir það vissi Boehly ekkert hver Gullit var er þeir hittust í fyrsta sinn.

„Ég hitti eiganda Chelsea, Todd Boehly, og kynnti mig: Hæ, ég er Ruud Gullit,“ sagði Hollendingurinn í hlaðvarpinu Stick to Football á Sky.

„Todd sagði: Hvað gerirðu? Ég spilaði fótbolta, lék líka fyrir Chelsea og þjálfaði liðið. Tood sagði: Ó já, hvenær spilaðir þú fyrir Chelsea, hvað gerðir þú fyrir Chelsea? Hann vissi það ekki.“

Gullit segir að þetta sé til marks um það hversu lítil tengsl hæstráðendur hjá félögunum í enska boltanum hafa við þau.

„Get ég álasað honum? Nei, ég held ekki. En þetta er það sem þetta er því þeir vita ekki um hvað félagið snýst,“ sagði Gullit sem vann Gullboltann 1987. Ári seinna varð hann Evrópumeistari með Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×