Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Bikar á loft. Pau Barrena/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir varð í gær bikarmeistari kvenna í knattspyrnu þegar Bayern München tryggði sér tvennuna í Þýskalandi. Hún var eðlilega mjög ánægð þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir leik. Sjá má mörkin úr leiknum hér að neðan. Glódís Perla lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald þegar Bayern vann Werder Bremen 4-2 í úrslitum. „Ég meina, þetta er ótrúlegt. Þetta er mjög sérstakt fyrir klúbbinn, þetta er risa viðburður. Það er langt síðan síðast, við náðum markmiði okkar svo ég er ótrúlega stolt af stelpunum, starfsliðinu og öllum. Þetta var frábær dagur,“ sagði fyrirliðinn Glódís Perla að leik loknum en Bayern vann síðast bikarinn árið 2012. „Að mínu mati er bikarkeppnin einstök og að vissu mati gerð fyrir lítilmagnann. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Werder Bremen er gott lið sem nýtur sín á svona augnablikum og maður gat heyrt í áhorfendum allan tímann. Þetta var einnig stórt augnablik fyrir þær og maður verður að virða það. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þær mættu til leiks í dag og virkilega gáfu okkur leik. Það er það sem maður vill í bikarúrslitum.“ „Ég er mjög ánægð og tel okkur hafa verið betra liðið heilt yfir. Við sköpuðum mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk, var skemmtilegur leikur til að spila í.“ Klippa: Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Aðspurð hvort eitthvað sérstakt væri planað fyrir þjálfara liðsins – Alexander Straus - sem hættir að tímabilinu loknu sagði Glódís Perla að leikmannahópurinn væri með skemmtinefnd sem sæi um slíkt. „Við vitum allar að við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni en auðvitað munum við fagna tvennunni í kvöld. Það var sérstakt að geta gefið honum þetta sem kveðjugjöf þar sem hann á stóran þátt í þessu,“ sagði Glódís Perla að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Glódís Perla lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald þegar Bayern vann Werder Bremen 4-2 í úrslitum. „Ég meina, þetta er ótrúlegt. Þetta er mjög sérstakt fyrir klúbbinn, þetta er risa viðburður. Það er langt síðan síðast, við náðum markmiði okkar svo ég er ótrúlega stolt af stelpunum, starfsliðinu og öllum. Þetta var frábær dagur,“ sagði fyrirliðinn Glódís Perla að leik loknum en Bayern vann síðast bikarinn árið 2012. „Að mínu mati er bikarkeppnin einstök og að vissu mati gerð fyrir lítilmagnann. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Werder Bremen er gott lið sem nýtur sín á svona augnablikum og maður gat heyrt í áhorfendum allan tímann. Þetta var einnig stórt augnablik fyrir þær og maður verður að virða það. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þær mættu til leiks í dag og virkilega gáfu okkur leik. Það er það sem maður vill í bikarúrslitum.“ „Ég er mjög ánægð og tel okkur hafa verið betra liðið heilt yfir. Við sköpuðum mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk, var skemmtilegur leikur til að spila í.“ Klippa: Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Aðspurð hvort eitthvað sérstakt væri planað fyrir þjálfara liðsins – Alexander Straus - sem hættir að tímabilinu loknu sagði Glódís Perla að leikmannahópurinn væri með skemmtinefnd sem sæi um slíkt. „Við vitum allar að við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni en auðvitað munum við fagna tvennunni í kvöld. Það var sérstakt að geta gefið honum þetta sem kveðjugjöf þar sem hann á stóran þátt í þessu,“ sagði Glódís Perla að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira