Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin: Endur­koma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar fagna í gær.
FH-ingar fagna í gær. vísir/guðmundur

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur.

FH vann flottan 3-1 sigur í Krikanum á nýliðum FHL. Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk fyrir FH í leiknum.

Klippa: FH-FHL 3-1

Valur vann sannfærandi 3-0 sigur á Þór/KA þar sem Jordyn Rhodes og Fanndís Friðriksdóttir voru á skotskónum.

Klippa: Valur-Þór/KA 3-0

Aðaldramatíkin var þó á Sauðárkróki þar sem Stjarnan kom til baka og tryggði sér sigur með mörkum á lokamínútum leiksins.

Klippa: Tindastóll-Stjarnan 1-2

Umferðin klárast svo annað kvöld er Breiðablik tekur á móti Fram og Þróttur sækir svo Víking heim. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×