Atvinnulíf

Gervigreindin: Stjórn­endur fram­tíðarinnar verði þjálfarar

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Sjálfvirknivæðingin og gervigreindin er að fara að breyta svo miklu að því er spáð að um 70% af störfunum okkar verði breytt fyrir árið 2030. Hlutverk stjórnenda munu breytast líka og því mæla sumir með því að vinnustaðir fari að þjálfa stjórnenduna sína í að verða þjálfarar sjálfir.
Sjálfvirknivæðingin og gervigreindin er að fara að breyta svo miklu að því er spáð að um 70% af störfunum okkar verði breytt fyrir árið 2030. Hlutverk stjórnenda munu breytast líka og því mæla sumir með því að vinnustaðir fari að þjálfa stjórnenduna sína í að verða þjálfarar sjálfir. Vísir/Getty

Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins.

Í dag er líka orðið algengara að fólk sé með einhvers konar ráðgjafa eða þjálfara. Markþjálfar, lífsþjálfar og stjórnendaráðgjafar má nefna sem dæmi.

Sumir vilja hins vegar meina að stóra verkefnið sé að fara að þjálfa stjórnendur í að verða þjálfarar. Því það er ekkert endilega sjálfgefið að góður stjórnandi sé að eðlisfari svo mikill þjálfari sér að hann/hún nái að hvetja teymið áfram dag frá degi. Þannig að árangurinn verði sem bestur og uppbygging hópsins. Því flestum okkar líður betur þegar við erum hvött áfram á jákvæðan hátt.

Einn af hagfræðistjórnendum LinkdIn segir mælingar hjá þeim líka sýna að sjálfstraust starfsfólks um allan heim fari þverrandi. Til að mynda vegna þess að enginn veit fyrir vissu hverju öll þessi tækniþróun eða gervigreind er að fara að breyta.

Að hans mati, er því ekki seinna vænna en núna, að vinnustaðir fari að þjálfa stjórnendur í að verða góðir þjálfarar sjálfir. Því ýmsar vísbendingar eru um að starf stjórnenda í framtíðinni muni meira og minna felast í því að vera í hlutverki þjálfara, frekar en þeirra sem segir til um hvað þarf að gera.

Greinahöfundur segir ýmiss stærri alþjóðleg fyrirtæki nú þegar vera farin að taka skref í þessa átt. IBM og Coca Cola eru nefnd sérstaklega.

Að byrja strax í dag er sagt mikilvægt, því atvinnulífið stendur á svo stórum tímamótum að fyrirséð er að um 70% af því sem við erum að gera í störfum okkar í dag, mun breytast fyrir árið 2030.

Breytingarnar framundan eru því byltingarkenndar.

Og það sem alltaf gerist þegar breytingar eru miklar, er að nýjar áskoranir verða til. Þar á meðal í stjórnun. Þar sem mannlegi þátturinn fer að verða enn veigameiri en verið hefur. Allt það mannlega er nefnilega það sem gervigreindin ræður ekki við. Að þjálfa og styðja við, sé því hlutverk stjórnenda framtíðarinnar.


Tengdar fréttir

Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja

„Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum.

Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum

„Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup.

Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“

„Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×