Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 09:32 Derrick Harmon fékk frábærar fréttir og skeliflegar fréttir með nokkurra klukkutíma millibili. Getty/Brooke Sutton Derrick Harmon upplifði drauminn sinn á fimmtudagskvöldið en aðeins nokkrum klukkutímum síðar varð fjölskyldan hans fyrir miklu áfalli. Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Sjá meira
Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Sjá meira