Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Sindri Sverrisson skrifar 25. apríl 2025 16:32 Lárus Guðmundsson varð þýskur bikarmeistari með Uerdingen, fyrir fjörutíu árum síðan. Getty/Otto Werner Þýska knattspyrnufélagið KFC Uerdingen, sem hét Bayer Uerdingen þegar það var í hópi bestu liða Þýskalands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í þýskum miðlum, til að mynda í Augsburger Allgemeine sem segir að þetta sé í fimmta sinn í sögu félagsins sem það sé tekið til gjaldþrotaskipta og að margt bendi til að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að blása lífi í það. Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu á níunda áratug síðustu aldar þegar liðið náði sínum besta árangri. Þeir fóru meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1986, eftir eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í 8-liða úrslitum þar sem Uerdingen tapaði 2-0 á útivelli gegn Dynamo Dresden og lenti 3-1 undir í fyrri hálfleik í seinni leiknum, var því samtals 5-1 undir í einvíginu, en vann einvígið samtals 7-5. Lárus var einnig í liðinu sem hafði orðið þýskur bikarmeistari árið áður, með 2-1 sigri gegn FC Bayern í úrslitaleik. Hann lék með Uerdingen árin 1984-87 og Atli á árunum 1985-88. Fjöldi Íslendinga lék einnig með liðinu í kringum aldamótin þegar það var ekki lengur í efstu deild. Mikil óreiða hefur verið í fjármálum Uerdingen síðustu ár og samkvæmt frétt Augsburger Allgemeine má segja að félagið hafi verið á niðurleið frá því að lyfjarisinn Bayer Group sleit sig frá félaginu árið 1995, til að einbeita sér að Leverkusen. Uerdingen hefur nú verið úrskurðað tap í öllum leikjum liðsins sem spilaði í vetur í einni af svæðisdeildum D-deildarinnar, Regionalliga West. Það hefur jafnframt í för með sér að nágrannar þeira í MSV Duisburg hafa þar með tryggt sér sigur í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Þetta kemur fram í þýskum miðlum, til að mynda í Augsburger Allgemeine sem segir að þetta sé í fimmta sinn í sögu félagsins sem það sé tekið til gjaldþrotaskipta og að margt bendi til að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að blása lífi í það. Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu á níunda áratug síðustu aldar þegar liðið náði sínum besta árangri. Þeir fóru meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa árið 1986, eftir eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í 8-liða úrslitum þar sem Uerdingen tapaði 2-0 á útivelli gegn Dynamo Dresden og lenti 3-1 undir í fyrri hálfleik í seinni leiknum, var því samtals 5-1 undir í einvíginu, en vann einvígið samtals 7-5. Lárus var einnig í liðinu sem hafði orðið þýskur bikarmeistari árið áður, með 2-1 sigri gegn FC Bayern í úrslitaleik. Hann lék með Uerdingen árin 1984-87 og Atli á árunum 1985-88. Fjöldi Íslendinga lék einnig með liðinu í kringum aldamótin þegar það var ekki lengur í efstu deild. Mikil óreiða hefur verið í fjármálum Uerdingen síðustu ár og samkvæmt frétt Augsburger Allgemeine má segja að félagið hafi verið á niðurleið frá því að lyfjarisinn Bayer Group sleit sig frá félaginu árið 1995, til að einbeita sér að Leverkusen. Uerdingen hefur nú verið úrskurðað tap í öllum leikjum liðsins sem spilaði í vetur í einni af svæðisdeildum D-deildarinnar, Regionalliga West. Það hefur jafnframt í för með sér að nágrannar þeira í MSV Duisburg hafa þar með tryggt sér sigur í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira