Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 16:49 Nýja húsið verður staðsett framan við núverandi Tennishöll og austan við Sporthúsið. Á svæðinu verða samanlagt tólf padelvellir. Former arkitektar Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas. Kópavogur Tennis Padel Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas.
Kópavogur Tennis Padel Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent