Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 14:08 Fjölskyldan er búsett í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítug kona sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti áttræðs föður síns á heimili þeirra í Garðabæ neitar sök að hafa orðið honum að bana. Þetta herma heimildir fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Konan sætir þriggja vikna gæsluvarðhaldi. Hún sætti fyrst fimm daga einangrun eftir að hafa verið handtekin þann 11. apríl en er nú laus úr einangrunarvistinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona hins látna sem hringdi á Neyðarlínuna snemma á föstudagsmorgun eftir að hann hafði fengið fyrir hjartað. Mun það hafa gerst í framhaldi af samskiptum dótturinnar við foreldra sína á heimili fjölskyldunnar þá um nóttina. Móðirin var einnig flutt á sjúkrahús vegna áverka sem grunur leikur á að séu eftir ofbeldi af hálfu dótturinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Lögregla hefur lagt áherslu á að málið sé viðkvæmt og ekki viljað veita upplýsingar um fram þær sem komu fram í stuttri yfirlýsingu tveimur dögum eftir andlátið. Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Konan sætir þriggja vikna gæsluvarðhaldi. Hún sætti fyrst fimm daga einangrun eftir að hafa verið handtekin þann 11. apríl en er nú laus úr einangrunarvistinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona hins látna sem hringdi á Neyðarlínuna snemma á föstudagsmorgun eftir að hann hafði fengið fyrir hjartað. Mun það hafa gerst í framhaldi af samskiptum dótturinnar við foreldra sína á heimili fjölskyldunnar þá um nóttina. Móðirin var einnig flutt á sjúkrahús vegna áverka sem grunur leikur á að séu eftir ofbeldi af hálfu dótturinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Lögregla hefur lagt áherslu á að málið sé viðkvæmt og ekki viljað veita upplýsingar um fram þær sem komu fram í stuttri yfirlýsingu tveimur dögum eftir andlátið.
Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira