Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 11:33 Flestir fótboltaáhugamenn þekkja vel San Siro leikvanginn enda einn sá sögufrægasti í heimi. Getty/Alex Gottschalk Ítölsku fótboltarisarnir AC Milan og Internazionale Milan vilja fá nýjan leikvang í næstu framtíð en þau vilja líka vera áfram á San Siro svæðinu. Ein frumleg lausn á því vandamáli hefur vakið athygli. San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta. Ítalski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta.
Ítalski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira