Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 18:50 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. vísir Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. Netsvindlarar verða alltaf færari og færari í sinni iðn og lendir fjöldi Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í þeim á ári hverju. Það getur verið erfitt að greina á milli þess hvað er svikapóstur og hvað ekki. Til að mynda lentu margir illa í því milli jóla og nýárs þegar svikapóstar voru sendir í nafni Skattsins. Pósturinn var á góðri íslensku og afar sannfærandi ef fólk var ekki á varðbergi. „Hér áður fyrr var það mjög augljóst af orðalaginu í tölvupóstinum hvað var svik og hvað var ekki svik. En núna er íslenskan orðin betri með hjálp gervigreindar og annarra hluta, og því erfiðara fyrir Íslendinga að átta sig á því að þetta séu svikapóstar,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá regluvörslu Landsbankans. „Ég smelli alls ekki á hlekki“ Varast skal að opna alla hlekki í tölvupóstssamskiptum sem kunna að vera, jafnvel bara pínulítið, undarleg. „Þegar þú ert að fá tölvupóst, skaltu skoða mjög vel netfangið sem var að senda þér póstinn. Mín regla er að þegar ég fæ tölvupóst er að ég smelli alls ekki á hlekki. Því tölvupóstsamskipti þar sem þú ert beðinn um að smella á hlekk eru yfirleitt góð aðferð til að fá fólk til að falla fyrir svikum. Getur fengið vírus í tölvuna eða annað slíkt sem getur haft verri afleiðingar,“ segir Brynja. Ein tegund svika eru svokölluð „forstjórasvik“ eða fyrirmælasvik. Þau virka þannig að svikahrappar senda póst á starfsmann fyrirtækis, í nafni yfirmanns hans, og biðja hann um að framkvæma millifærslur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki verið nálægt því að tapa tugum milljónum króna. „Einhver hefur brotist inn í tölvupóst stjórnanda og sent greiðslufyrirmæli til fjármálastjóra. Það hefur kannski orðið millifærsla, en við höfum náð að grípa inn í svoleiðis ef við fáum að vita strax,“ segir Brynja. „Það sem svikarinn gerði var að hann var búinn að kíkja á tölvupóstinn og áttaði sig á því að yfirmaðurinn átti flugmiða. Hann sendi fyrirmælin þegar viðkomandi átti að vera í flugi. Svo er sett ákveðin pressa í svona póstum, þú þurfir að bregðast fljótt við svo hægt sé að framkvæma viðskiptin,“ segir Brynja. Netglæpir Tækni Netöryggi Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Netsvindlarar verða alltaf færari og færari í sinni iðn og lendir fjöldi Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í þeim á ári hverju. Það getur verið erfitt að greina á milli þess hvað er svikapóstur og hvað ekki. Til að mynda lentu margir illa í því milli jóla og nýárs þegar svikapóstar voru sendir í nafni Skattsins. Pósturinn var á góðri íslensku og afar sannfærandi ef fólk var ekki á varðbergi. „Hér áður fyrr var það mjög augljóst af orðalaginu í tölvupóstinum hvað var svik og hvað var ekki svik. En núna er íslenskan orðin betri með hjálp gervigreindar og annarra hluta, og því erfiðara fyrir Íslendinga að átta sig á því að þetta séu svikapóstar,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá regluvörslu Landsbankans. „Ég smelli alls ekki á hlekki“ Varast skal að opna alla hlekki í tölvupóstssamskiptum sem kunna að vera, jafnvel bara pínulítið, undarleg. „Þegar þú ert að fá tölvupóst, skaltu skoða mjög vel netfangið sem var að senda þér póstinn. Mín regla er að þegar ég fæ tölvupóst er að ég smelli alls ekki á hlekki. Því tölvupóstsamskipti þar sem þú ert beðinn um að smella á hlekk eru yfirleitt góð aðferð til að fá fólk til að falla fyrir svikum. Getur fengið vírus í tölvuna eða annað slíkt sem getur haft verri afleiðingar,“ segir Brynja. Ein tegund svika eru svokölluð „forstjórasvik“ eða fyrirmælasvik. Þau virka þannig að svikahrappar senda póst á starfsmann fyrirtækis, í nafni yfirmanns hans, og biðja hann um að framkvæma millifærslur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki verið nálægt því að tapa tugum milljónum króna. „Einhver hefur brotist inn í tölvupóst stjórnanda og sent greiðslufyrirmæli til fjármálastjóra. Það hefur kannski orðið millifærsla, en við höfum náð að grípa inn í svoleiðis ef við fáum að vita strax,“ segir Brynja. „Það sem svikarinn gerði var að hann var búinn að kíkja á tölvupóstinn og áttaði sig á því að yfirmaðurinn átti flugmiða. Hann sendi fyrirmælin þegar viðkomandi átti að vera í flugi. Svo er sett ákveðin pressa í svona póstum, þú þurfir að bregðast fljótt við svo hægt sé að framkvæma viðskiptin,“ segir Brynja.
Netglæpir Tækni Netöryggi Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira