Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2025 16:12 Alfons Sampsted fagnar. Birmingham City Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted skoraði sitt fyrsta mark í treyju Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion 2-0 á útivelli í ensku C-deildinni á Englandi. Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Alfons kom sínum mönnum yfir þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan var hins vegar 0-2 í hálfleik þar sem Jay Stansfield tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Back underway, looking for more of the same. 👊🟡 0-2 ⚪️ [45] | #BCFC pic.twitter.com/wRQ8i3tJFZ— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-0 sigri gestanna. Alfons og Willum Þór Willumsson léku allan leikinn í liði Birmingham á meðan Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum hjá Burton þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Alfons and Stanno serving up an Easter treat. 👨🍳 pic.twitter.com/5OyEgxcFA8— (C) Birmingham City FC (@BCFC) April 21, 2025 Birmingham hefur þegar tryggt sér sigur í C-deildinni og er nú með 99 stig þegar liðið á enn fjóra leiki eftir á meðan flest lið eiga aðeins tvo eftir. Það er því nægur tími til að brjóta 100 stiga múrinn. Jón Daði og félagar hanga rétt fyrir ofan fallsæti þökk sé því að Bristol Rovers er með verri markatölu þar sem bæði lið eru með 43 stig. Benóný Breki Andrésson spilaði síðasta hálftímann í 2-1 sigri Stockport County á Huddersfield Town. Hann fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr. Með sigrinum hefur Stockport tryggt sæti sitt í umspili um sæti í B-deildinni að hefðbundinni deildarkeppni lokinni. Sem stendur situr liðið í 5. sæti með 81 stig. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil. This team just never, ever gives in 😍 #StockportCounty pic.twitter.com/SBXuxtCzFa— Stockport County (@StockportCounty) April 21, 2025 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Plymouth Argyle vann 3-1 sigur á Coventry City. Sigurinn þýðir að Plymouth lifi í voninni um að halda sæti sínu í B-deild. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið á botni deildarinnar með 43 stig, aðeins þremur stigum frá öruggu sæti. Stefán Teitur Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Preston North End tapaði 2-1 fyrir Hull City. Skagamaðurinn og félagar í Preston eru í 18. sæti með 49 stig. Jason Daði Svanþórsson nældi sér í gult spjald þegar Grimsby Town henti frá sér tveggja marka forystu gegn Port Vale í ensku D-deildinni. Jason Daði var tekinn af velli á 82. mínútu þegar staðan var enn 2-1 fyrir Grimsby. Grimsby situr sem stendur í 7. sæti með 67 stig en Jason Daði og félagar hafa ekki unnið í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Liðin í 4. til 7. sæti D-deildar fara í umspil um sæti í C-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira