Leiðtogar minnast páfans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 11:39 Margir hafa safnast saman í Vatíkaninu til að syrgja páfann. EPA Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X þar sem hún segist hafa notið þeirra forréttinda að njóta vináttu páfans. „Þetta eru fréttirnar sem hryggja okkur mjög, því frábær maður og mikill prestur hefur yfirgefið okkur. Ég naut þeirra forréttinda að njóta vináttu hans, ráðlegginga hans og kenninga, sem brugðust aldrei, jafnvel á augnablikum prófrauna og þjáningar,“ skrifar Meloni. Papa Francesco è tornato alla casa del Padre. Una notizia che ci addolora profondamente, perché ci lascia un grande uomo e un grande pastore. Ho avuto il privilegio di godere della sua amicizia, dei suoi consigli e dei suoi insegnamenti, che non sono mai venuti meno neanche nei… pic.twitter.com/pkRco1tgD3— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) April 21, 2025 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra minntist páfans með færslu. „Heimurinn syrgir Frans páfa, sem með samúð sinni og auðmýkt veitti svo mörgum von og huggun,“ skrifaði hún. The world mourns Pope Francis, who with his compassion and humility gave hope and comfort to so many. Let's honour and be guided by his message about God's love for all people, in all their diversity, and his tireless advocacy for peace.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 21, 2025 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, vottaði samúð sína. „Frá Búenos Aíres til Rómar, Frans páfi vildi að kirkjan myndi færa gleði og von til þeirra fátækustu. Til að sameina fólkið með hvor öðru og með náttúru,“ skrifar Emmanuel Macron, forseti Frakklands á samfélagsmiðillinn X. Hann vottar kaþólikkum samúð sína. From Buenos Aires to Rome, Pope Francis wanted the Church to bring joy and hope to the poorest. To unite people with one another and with nature. May this hope be reborn endlessly beyond him.To all Catholics, to a grieving world, my wife and I send our thoughts. pic.twitter.com/UTmNxC1r4V— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 21, 2025 Karl Bretakonungur hefur einnig vottað virðingu sína og segir bæði hann og Kamillu drottningu afar sorgmædd vegna fregnanna. Hann segir páfans verða minnst fyrir samúð hans, umhyggju fyrir einingu kirkjunnar og óþreytandi vilja hans til að vinna í sameiginlegum málum allra trúaðra. „Hann hvatti milljónir til dáða, langt umfram kaþólsku kirkjuna, með auðmýkt sinni og svo hreinni ást fyrir þeim sem minna mega sín,“ skrifaði Ursual von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Today, the world mourns the passing of Pope Francis.He inspired millions, far beyond the Catholic Church, with his humility and love so pure for the less fortunate.My thoughts are with all who feel this profound loss.May they find solace in the idea that Pope Francis’… pic.twitter.com/FiI6SASNl8— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) April 21, 2025 Micheál Martin, forsætisráðherra Írlands tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íbúa Írlands votta ég öllum sem syrgja hann innilegustu samúð mína,“ skrifar hann. „Arfleið Frans páfa er í skilaboðum hans um frið, sátt og sameiningu sem lifir í hjarta þeirra sem hann hreif.“ It is with profound sadness that the world has learned of the passing of His Holiness Pope Francis. pic.twitter.com/6s96Oh750T— Micheál Martin (@MichealMartinTD) April 21, 2025 Vólódímír Selenskí minntist páfans í færslu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi hvernig ætti að vekja upp von, linna þjáningar með bæn og hlúa að sameiningu. Hann bað fyrir frið í Úkraínu og fyrir Úkraínubúa. Við syrgjum saman með kaþólíkkum og öllum kristintrúuðum sem litu upp til Frans páfa fyrir trúarlegan stuðning,“ skrifar Selenskí auk þess að birta mynd af honum með páfanum. Millions of people around the world are mourning the tragic news of Pope Francis’s passing. His life was devoted to God, to people, and to the Church.He knew how to give hope, ease suffering through prayer, and foster unity. He prayed for peace in Ukraine and for Ukrainians. We… pic.twitter.com/Ww6NtsbWWS— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) April 21, 2025 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur einnig sent samúðarkveðjur samkvæmt umfjöllun Reuters. „Vinsamlegast samþykktu mínar innilegustu samúðarkveðjur vegn fráfalls hins heilaga Frans páfa,“ skrifaði Pútín í skilaboðum til Kevin Joseph Farrell kardínála, Camerlengo í heilögu rómversku kirkjunni. „Á þessum sorglega tíma langar mig að koma á framfæri við þig og kaþólska klerkinn öllum samúðar- og stuðningsorðum mínum,“ skrifar Rússlandsforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vottaði samúð sína í tilkynningu á samfélagsmiðlum Hvíta hússins. Rest in Peace, Pope Francis. ✝️ pic.twitter.com/8CGwKaNnTh— The White House (@WhiteHouse) April 21, 2025 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem átti fund með hægri hönd páfans fyrir fáeinum dögum birti einnig færslu á samfélagsmiðlum. Þar segist hann einnig hafa hitt páfann í gær. I just learned of the passing of Pope Francis. My heart goes out to the millions of Christians all over the world who loved him. I was happy to see him yesterday, though he was obviously very ill. But I’ll always remember him for the below homily he gave in the very early days…— JD Vance (@JDVance) April 21, 2025 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, vottaði einnig samúð sína samkvæmt ísraelska fjölmiðlinum Times of Israel. Hann sagði páfann hafa viðurkennt palestínska ríkið og heimilað að palestínski fáninn yrði dreginn að húni í Vatíkaninu. „Í dag misstum við tryggan vin palestínskra fólksins og lögmætum réttindum þeirra,“ sagði Abbas. Kaþólska kirkjan á Íslandi lýsti hversu mikil harmafregn andlátið væri. „Í morgun, annan dag páska, 21. apríl 2025 barst okkur sú harmafregn að Frans páfi okkar væri látinn. Ásamt öllum prestum, reglufólki og trúuðum í Reykjavíkurbiskupsdæmi sameinumst við Kaþólskum um allan heim og biðjum fyrir sál hans,“ stendur á Facebook síðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins minntist David Bartimej Tencer, kaþólski biskupinn á Íslandi páfans í messu í Landakotskirkju fyrr í dag. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnist Frans páfa „með sorg og þakklæti í hjarta.“ „Megi minning þessa einstaka páfa lifa og arfleið hans hafa áhrif um ókomna tíð.“ Fréttin var uppfærð þegar samúðarkveðjur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Guðrúnar Karls Helgudóttur bárust. Páfagarður Andlát Frans páfa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X þar sem hún segist hafa notið þeirra forréttinda að njóta vináttu páfans. „Þetta eru fréttirnar sem hryggja okkur mjög, því frábær maður og mikill prestur hefur yfirgefið okkur. Ég naut þeirra forréttinda að njóta vináttu hans, ráðlegginga hans og kenninga, sem brugðust aldrei, jafnvel á augnablikum prófrauna og þjáningar,“ skrifar Meloni. Papa Francesco è tornato alla casa del Padre. Una notizia che ci addolora profondamente, perché ci lascia un grande uomo e un grande pastore. Ho avuto il privilegio di godere della sua amicizia, dei suoi consigli e dei suoi insegnamenti, che non sono mai venuti meno neanche nei… pic.twitter.com/pkRco1tgD3— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) April 21, 2025 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra minntist páfans með færslu. „Heimurinn syrgir Frans páfa, sem með samúð sinni og auðmýkt veitti svo mörgum von og huggun,“ skrifaði hún. The world mourns Pope Francis, who with his compassion and humility gave hope and comfort to so many. Let's honour and be guided by his message about God's love for all people, in all their diversity, and his tireless advocacy for peace.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) April 21, 2025 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, vottaði samúð sína. „Frá Búenos Aíres til Rómar, Frans páfi vildi að kirkjan myndi færa gleði og von til þeirra fátækustu. Til að sameina fólkið með hvor öðru og með náttúru,“ skrifar Emmanuel Macron, forseti Frakklands á samfélagsmiðillinn X. Hann vottar kaþólikkum samúð sína. From Buenos Aires to Rome, Pope Francis wanted the Church to bring joy and hope to the poorest. To unite people with one another and with nature. May this hope be reborn endlessly beyond him.To all Catholics, to a grieving world, my wife and I send our thoughts. pic.twitter.com/UTmNxC1r4V— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 21, 2025 Karl Bretakonungur hefur einnig vottað virðingu sína og segir bæði hann og Kamillu drottningu afar sorgmædd vegna fregnanna. Hann segir páfans verða minnst fyrir samúð hans, umhyggju fyrir einingu kirkjunnar og óþreytandi vilja hans til að vinna í sameiginlegum málum allra trúaðra. „Hann hvatti milljónir til dáða, langt umfram kaþólsku kirkjuna, með auðmýkt sinni og svo hreinni ást fyrir þeim sem minna mega sín,“ skrifaði Ursual von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Today, the world mourns the passing of Pope Francis.He inspired millions, far beyond the Catholic Church, with his humility and love so pure for the less fortunate.My thoughts are with all who feel this profound loss.May they find solace in the idea that Pope Francis’… pic.twitter.com/FiI6SASNl8— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) April 21, 2025 Micheál Martin, forsætisráðherra Írlands tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íbúa Írlands votta ég öllum sem syrgja hann innilegustu samúð mína,“ skrifar hann. „Arfleið Frans páfa er í skilaboðum hans um frið, sátt og sameiningu sem lifir í hjarta þeirra sem hann hreif.“ It is with profound sadness that the world has learned of the passing of His Holiness Pope Francis. pic.twitter.com/6s96Oh750T— Micheál Martin (@MichealMartinTD) April 21, 2025 Vólódímír Selenskí minntist páfans í færslu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi hvernig ætti að vekja upp von, linna þjáningar með bæn og hlúa að sameiningu. Hann bað fyrir frið í Úkraínu og fyrir Úkraínubúa. Við syrgjum saman með kaþólíkkum og öllum kristintrúuðum sem litu upp til Frans páfa fyrir trúarlegan stuðning,“ skrifar Selenskí auk þess að birta mynd af honum með páfanum. Millions of people around the world are mourning the tragic news of Pope Francis’s passing. His life was devoted to God, to people, and to the Church.He knew how to give hope, ease suffering through prayer, and foster unity. He prayed for peace in Ukraine and for Ukrainians. We… pic.twitter.com/Ww6NtsbWWS— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) April 21, 2025 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur einnig sent samúðarkveðjur samkvæmt umfjöllun Reuters. „Vinsamlegast samþykktu mínar innilegustu samúðarkveðjur vegn fráfalls hins heilaga Frans páfa,“ skrifaði Pútín í skilaboðum til Kevin Joseph Farrell kardínála, Camerlengo í heilögu rómversku kirkjunni. „Á þessum sorglega tíma langar mig að koma á framfæri við þig og kaþólska klerkinn öllum samúðar- og stuðningsorðum mínum,“ skrifar Rússlandsforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vottaði samúð sína í tilkynningu á samfélagsmiðlum Hvíta hússins. Rest in Peace, Pope Francis. ✝️ pic.twitter.com/8CGwKaNnTh— The White House (@WhiteHouse) April 21, 2025 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem átti fund með hægri hönd páfans fyrir fáeinum dögum birti einnig færslu á samfélagsmiðlum. Þar segist hann einnig hafa hitt páfann í gær. I just learned of the passing of Pope Francis. My heart goes out to the millions of Christians all over the world who loved him. I was happy to see him yesterday, though he was obviously very ill. But I’ll always remember him for the below homily he gave in the very early days…— JD Vance (@JDVance) April 21, 2025 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, vottaði einnig samúð sína samkvæmt ísraelska fjölmiðlinum Times of Israel. Hann sagði páfann hafa viðurkennt palestínska ríkið og heimilað að palestínski fáninn yrði dreginn að húni í Vatíkaninu. „Í dag misstum við tryggan vin palestínskra fólksins og lögmætum réttindum þeirra,“ sagði Abbas. Kaþólska kirkjan á Íslandi lýsti hversu mikil harmafregn andlátið væri. „Í morgun, annan dag páska, 21. apríl 2025 barst okkur sú harmafregn að Frans páfi okkar væri látinn. Ásamt öllum prestum, reglufólki og trúuðum í Reykjavíkurbiskupsdæmi sameinumst við Kaþólskum um allan heim og biðjum fyrir sál hans,“ stendur á Facebook síðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins minntist David Bartimej Tencer, kaþólski biskupinn á Íslandi páfans í messu í Landakotskirkju fyrr í dag. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnist Frans páfa „með sorg og þakklæti í hjarta.“ „Megi minning þessa einstaka páfa lifa og arfleið hans hafa áhrif um ókomna tíð.“ Fréttin var uppfærð þegar samúðarkveðjur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Guðrúnar Karls Helgudóttur bárust.
Páfagarður Andlát Frans páfa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira