„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 23:31 Oday Dabbagh líkar lífið vel í Skotlandi. Craig Foy/Getty Images Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni. Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic. Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic.
Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira