Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 22:32 Ástbjörn liggur hér sárþjáður eftir tæklingu Tryggva Hrafns. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku. KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í einum ef ekki skemmtilegasta leik sumarsins til þessa í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Ástbjörn sem og Finnur Tómas Pálmason, fyrirliði KR í fjarveru Arons Sigurðssonar, fóru meiddir af velli í leiknum. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 11-0 bikarsigur á KÁ staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson að Ástbjörn yrði eitthvað frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir á ökkla þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson tæklaði hann illa. „Við skoðum Finn (Tómas) bara dag frá degi. Hann fékk högg á hnéð og meiddist á öxl,“ sagði Óskar Hrafn um einn miðvarða sinna og óvíst hvort hann verði með gegn FH á miðvikudag. Jákvæðu fréttirnar fyrir KR eru þær að miðvörðurinn Birgir Steinn Styrmisson spilaði fyrri hálfleikinn gegn KÁ og Matthias Præst kom inn af bekknum á 55. mínútum en Daninn hefur ekki enn leikið með liðinu í deildinni. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom einnig inn af bekknum en hann fór einnig af velli gegn Val sem leiddi til þess að Atli Sigurjónsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson enduðu leikinn sem miðverðir. Stöðu sem hvorugur hefur eflaust spilað áður. Þá er bakvörðurinn Hjalti Sigurðsson búinn að taka út leikbann eftir að fá tvö gul gegn KA í 1. umferð og gæti því stigið inn fyrir Ástbjörn þegar KR heimsækir FH í Kaplakrika í 3. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á miðvikudaginn kemur, 23. apríl, og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta deildarsigri. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í einum ef ekki skemmtilegasta leik sumarsins til þessa í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Ástbjörn sem og Finnur Tómas Pálmason, fyrirliði KR í fjarveru Arons Sigurðssonar, fóru meiddir af velli í leiknum. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 11-0 bikarsigur á KÁ staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson að Ástbjörn yrði eitthvað frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir á ökkla þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson tæklaði hann illa. „Við skoðum Finn (Tómas) bara dag frá degi. Hann fékk högg á hnéð og meiddist á öxl,“ sagði Óskar Hrafn um einn miðvarða sinna og óvíst hvort hann verði með gegn FH á miðvikudag. Jákvæðu fréttirnar fyrir KR eru þær að miðvörðurinn Birgir Steinn Styrmisson spilaði fyrri hálfleikinn gegn KÁ og Matthias Præst kom inn af bekknum á 55. mínútum en Daninn hefur ekki enn leikið með liðinu í deildinni. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom einnig inn af bekknum en hann fór einnig af velli gegn Val sem leiddi til þess að Atli Sigurjónsson og Gabríel Hrannar Eyjólfsson enduðu leikinn sem miðverðir. Stöðu sem hvorugur hefur eflaust spilað áður. Þá er bakvörðurinn Hjalti Sigurðsson búinn að taka út leikbann eftir að fá tvö gul gegn KA í 1. umferð og gæti því stigið inn fyrir Ástbjörn þegar KR heimsækir FH í Kaplakrika í 3. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á miðvikudaginn kemur, 23. apríl, og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta deildarsigri.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn