„Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 12:22 Guðrún Karls Helgudóttir flutti árlega páskaávarp biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands lagði áherslu á kærleika og mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og hinum saklausu. Rauði þráður ávarpsins var að sagan hafi engan endi þar sem henni sé ekki lokið. „Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“ Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“
Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira