Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:06 Selenskí segir Rússa hafa haldið árásum sínum áfram í Kursk og Belgogrod en Rússar segja Úkraínumenn enn ráðast á Kherson. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð. BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59