Engin tengsl milli þolenda og gerenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 18:18 Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að fyrir utan líkamsárás á aðfaranótt laugardags hafi allt gengið vel í Ísafjarðarbæ. Vísir/Vilhelm Karl og kona sem réðust á tvo í Ísafjarðarbæ virðast ekki hafa þekkt þolendurna að sögn yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. Hann segir ekkert benda til þess að um hatursglæp hafi verið að ræða. Frekari yfirheyrslur eru fyrirhugaðar á næstu dögum. Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur. Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira