Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 11:46 Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum. Getty/Jakub Porzycki Hollenski ökuþórinn Max Verstappen fengi svimandi háar upphæðir í laun færi svo að hann tæki tilboði Aston Martin um að aka fyrir liðið frá og með næsta ári. Breska blaðið The Telegraph vitnar í La Gazetta dello Sport á Ítalíu og segir að með sádiarabískum stuðningi sé Aston Martin tilbúið að bjóða Verstappen 230 milljónir punda fyrir að keppa fyrir liðið í Formúlu 1 næstu þrjú árin. Það jafngildir tæplega fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er skiljanlega lýst sem „tilboði aldarinnar“. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, PIF, á nú þegar 20% hlut í Aston Martin Lagonda og styrkir félagið í gegnum olíurisann Aramco en hefur í hyggju að taka alveg yfir félagið. Peningarnir eru því til staðar og Aston Martin hefur þegar fengið til sín bílahönnuðinn Adrian Newey sem hannaði alla fjóra bílana sem Verstappen vann heimsmeistaratitla sína fyrir Red Bull á. Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarið hvort Verstappen sé á förum frá Red Bull Racing og þá hvert. „Eins og ég sé þetta þá hafa fjögur lið áhuga á Max Verstappen,“ sagði Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór og sérfræðingur Sky í Þýskalandi, í vikunni. Þar átti hann við Aston Martin, Mercedes, McLaren og Alpine. Telegraph segir að reglubreytingar sem taki gildi næsta tímabil muni henta Aston Martin og Mercedes, og það gæti hjálpað til við að klófesta Verstappen. Verstappen er líkt og aðrir Formúlu 1 ökumenn nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem tímataka fer fram síðdegis í dag en kappaksturinn á morgun, páskadag. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Breska blaðið The Telegraph vitnar í La Gazetta dello Sport á Ítalíu og segir að með sádiarabískum stuðningi sé Aston Martin tilbúið að bjóða Verstappen 230 milljónir punda fyrir að keppa fyrir liðið í Formúlu 1 næstu þrjú árin. Það jafngildir tæplega fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er skiljanlega lýst sem „tilboði aldarinnar“. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, PIF, á nú þegar 20% hlut í Aston Martin Lagonda og styrkir félagið í gegnum olíurisann Aramco en hefur í hyggju að taka alveg yfir félagið. Peningarnir eru því til staðar og Aston Martin hefur þegar fengið til sín bílahönnuðinn Adrian Newey sem hannaði alla fjóra bílana sem Verstappen vann heimsmeistaratitla sína fyrir Red Bull á. Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarið hvort Verstappen sé á förum frá Red Bull Racing og þá hvert. „Eins og ég sé þetta þá hafa fjögur lið áhuga á Max Verstappen,“ sagði Ralf Schumacher, fyrrverandi ökuþór og sérfræðingur Sky í Þýskalandi, í vikunni. Þar átti hann við Aston Martin, Mercedes, McLaren og Alpine. Telegraph segir að reglubreytingar sem taki gildi næsta tímabil muni henta Aston Martin og Mercedes, og það gæti hjálpað til við að klófesta Verstappen. Verstappen er líkt og aðrir Formúlu 1 ökumenn nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem tímataka fer fram síðdegis í dag en kappaksturinn á morgun, páskadag.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira