Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. apríl 2025 23:02 Krossfestingin í ár var sú 36. hjá Filippseyingnum Ruben Enaje. Þar í landi er áralöng hefð fyrir því að menn sviðsetji krossfestingu Jesú krists á föstudaginn langa. Myndin er tekin í fyrra. EPA Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag. Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag.
Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“