Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2025 09:31 Steinunn Björnsdóttir segir það hafa reynst snúnara að halda handboltanum við eftir að hún eignaðist sitt annað barn. Krafta hennar sé óskað á fleiri vígstöðvum og kominn sé tími til að setja harpixið á hilluna. Vísir/Vilhelm Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti