Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 11:33 Það gekk mikið á í deildarleik liðanna í Garðabænum síðasta haust. Hér má sjá þá Deandre Kane hjá Grindavík og Jase Febres hjá Stjörnunni. Vísir/Jón Gautur Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum. Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87) Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira