„Hér er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 22:21 Gat leyft sér að brosa í kvöld. Molly Darlington/Getty Images Ruben Amorim var eðlilega alsæll þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur sinna manna í Manchester United á Lyon í kvöld. Hann sagði einfaldlega að á Old Trafford væri allt hægt. Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira