„Hér er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 22:21 Gat leyft sér að brosa í kvöld. Molly Darlington/Getty Images Ruben Amorim var eðlilega alsæll þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur sinna manna í Manchester United á Lyon í kvöld. Hann sagði einfaldlega að á Old Trafford væri allt hægt. Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira