Einhleypir karlmenn standa verst Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 11:30 Sólin brýst fram úr skýjunum á Reykjanesinu. Flestir landsmenn segjast vera ánægðir með líf sitt. vísir/vilhelm Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira