„Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:02 Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir árásarmennirnir væru og telst málið óupplýst. Vísir/Vilhelm Hópur unglinga réðst á trans konu í Reykjavík síðastliðið haust. Árásin náðist á myndband en hún er enn óupplýst. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld. Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru. Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru.
Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45