Jónas Ingimundarson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2025 19:07 Jónas í Salnum í Kópavogi þar sem hann spilaði oftsisnnis. Hann var heiðursborgari Kópavogs. Kópavogsbær Jónas Ingimundarson píanóleikari er látinn áttræður að aldri. Sonur Jónasar greinir frá andláti föður síns sem lést mánudaginn 14. apríl. Jónas fæddist á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Þar hófst tónlistarferill hans, sem spannar yfir fimmtíu ár og markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi. Hann var ekki aðeins virtur píanóleikari heldur einnig kórstjóri, kennari og ötull kynningarfulltrúi tónlistar. Með einlægri hugsjón og kímnigáfu náði hann að laða að sér áheyrendur og skapa hlýlegt andrúmsloft í kringum sig. Jónas spilar og eiginkonan Ágústa til taks að fletta. Jónas hélt á ferli sínum fjölda tónleika um allt land og vann með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Samstarf hans við Kristinn Sigmundsson óperusöngvara var sérstaklega farsælt en Jónas spilaði með fjölmörgum af bestu söngvurum Íslands svo sem Gunnari Guðbjörnssyni, Hallveigu Rúnarsdóttur og Bergþóri Pálssyni svo nokkur séu nefnd til sögunnar. Jónas og Kristinn á góðri stundu. Jónas var heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Hann var einnig heiðraður af menningarnefnd Ölfuss fyrir framlag sitt til menningarlífsins þar. Haukur Ingi Jónasson, sonur Jónasar, segir í færslu á Facebook að faðir hans hafi látist saddur lífsdaga í faðmi eiginkonu Jónasar og móður Hauks, Ágústu Hauksdóttur. Útför Jónasar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 23. apríl klukkan 15. Jónas og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari.Gunnar Guðbjörnsson „Innilegar þakkir til allra vina, vanda- og velgjörðarfólks okkar; og alveg sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslunnar, Landspítalans og heimahjúkrunar fyrir einstaka áratuga langa þjónustu! Við búum við einstök lífskjör, samfélagslega fegurð og listfengi í þessu landi! Höldum okkur við það!“ segir Haukur Ingi. Andlát Tónlist Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Jónas fæddist á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Þar hófst tónlistarferill hans, sem spannar yfir fimmtíu ár og markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi. Hann var ekki aðeins virtur píanóleikari heldur einnig kórstjóri, kennari og ötull kynningarfulltrúi tónlistar. Með einlægri hugsjón og kímnigáfu náði hann að laða að sér áheyrendur og skapa hlýlegt andrúmsloft í kringum sig. Jónas spilar og eiginkonan Ágústa til taks að fletta. Jónas hélt á ferli sínum fjölda tónleika um allt land og vann með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Samstarf hans við Kristinn Sigmundsson óperusöngvara var sérstaklega farsælt en Jónas spilaði með fjölmörgum af bestu söngvurum Íslands svo sem Gunnari Guðbjörnssyni, Hallveigu Rúnarsdóttur og Bergþóri Pálssyni svo nokkur séu nefnd til sögunnar. Jónas og Kristinn á góðri stundu. Jónas var heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Hann var einnig heiðraður af menningarnefnd Ölfuss fyrir framlag sitt til menningarlífsins þar. Haukur Ingi Jónasson, sonur Jónasar, segir í færslu á Facebook að faðir hans hafi látist saddur lífsdaga í faðmi eiginkonu Jónasar og móður Hauks, Ágústu Hauksdóttur. Útför Jónasar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 23. apríl klukkan 15. Jónas og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari.Gunnar Guðbjörnsson „Innilegar þakkir til allra vina, vanda- og velgjörðarfólks okkar; og alveg sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslunnar, Landspítalans og heimahjúkrunar fyrir einstaka áratuga langa þjónustu! Við búum við einstök lífskjör, samfélagslega fegurð og listfengi í þessu landi! Höldum okkur við það!“ segir Haukur Ingi.
Andlát Tónlist Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira