Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Lovísa Arnardóttir skrifar 17. apríl 2025 07:02 Birgir segir það hafa verið mikið högg að missa hóp sjálfboðaliða frá Venesúela sem aðstoðuðu við viðgerðir síðustu ár. Samsett Samtökin Reiðhjólabændur sinna nú árlegri hjólasöfnun sem þau svo gefa til þeirra sem ekki hafa efni á því að kaupa sér hjól. Þegar hafa þau safnað 500 hjólum en söfnunin er í gangi út apríl. Reiðhjólabændur auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að laga hjólin sem eru gefin. „Fyrir þau sem eru að vandræðast með alltof marga frídaga á næstunni: Á Sævarhöfðanum eru til um það bil 500 reiðhjól sem fólk hefur gefið í Hjólasöfnun ársins. En það sárvantar sjálfboðaliða til að hjálpa okkur að pumpa í dekk og skipta um bremsuvíra og fleira,“ sagðirBirgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, í tilkynningu á Facebook-síðu hópsins í vikunni. Hann segir þetta tilvalið fyrir fólk sem vill læra á hjólaviðgerðir og hefur fáeinar klukkustundir aflögu. „Þetta er bara smotterí sem er komið. Í fyrra söfnuðum við 1.750 hjólum og 1.400 hjólum árið þar á undan,“ segir Birgir. Söfnunin fari hægt af stað Hann segir söfnunina fara hægt af stað í ár og það megi að einhverju leyti rekja til þess að vorið sé að láta bíða eftir sér. Þá megi einnig gera ráð fyrir því að margir fari í garðhreinsun eða geymsluna um páskana og þá skili eitthvað sér til þeirra. „Við erum í samstarfi við Sorpu allan aprílmánuð en fólk getur í raun alltaf skilað af sér hingað á verkstæðið okkar á Sævarhöfða. Við erum þannig að safna allt árið en aðalátakið er í apríl.“ Hann segir sárvanta hendur til að laga hjólin. Þeir séu með hjólin, verkfærin og varahlutina, en vanti hendurnar. „Það er aðallega því síðustu tvö til þrjú ár hefur verið hérna harðkjarna hópur af fólki sem hefur sótt um alþjóðlega vernd, aðallega frá Venesúela en líka frá fleiri löndum. Af þeim fimmtán sem voru hérna marga tíma á dag, marga daga á mánuði, marga mánuði í röð seinustu sumur, eru bara tveir eftir,“ segir Birgir. Starfsmenn Össurar aðstoðuð við lagfæringar í fyrra. Aðsend Hann segir sjálfboðaliðana frá Venesúela hafa lagt mikið á sig til að komast á Sævarhöfða. „Þau voru á gistiheimili í Hafnafirði og hjóluðu á Sævarhöfða. Það gat alveg tekið einn og hálfan tíma. Þau unnu í sex tíma og fóru svo að vinna hjá Samhjálp eða Hjálpræðishernum eða Rauða krossinum og hjóluðu svo heim. Þannig gekk lífið hjá þeim í þrjá mánuði, allt síðasta sumar. Þannig það þarf svolítið marga sjálfboðaliða í staðinn sem ætla kannski bara að stoppa í tvo tíma.“ Birgir segir auk þessara sjálfboðaliða vinnustaði stundum hafa komið með starfsmenn í nokkra tíma í hópefli. Það sé velkomið líka í ár. Sem dæmi hafi starfsmenn Össurar komið í fyrra og lagað hjól í nokkra klukkutíma. Allir geti lært að laga hjól Hann segir alla geta lært að laga hjól. Það sé fólk á staðnum með kunnáttu sem leiðbeini þannig það eina sem fólk þurfi að gera sé að mæta, og passa að vera í fötum sem megi verða skítug. „Að öðru leyti þarf ekkert nema góða skapið og smá gleði og orku. Við björgum restinni.“ Hann segir Reiðhjólabændur einbeita sér að barnahjólum. Viðgerðirnar séu yfirleitt mjög einfaldar á þeim. „Þetta snýst um að skipta um slöngur eða dekk, smyrja keðjur eða jafnvel bremsur. Það er yfirleitt ekki annað sem þarf að gera á þessum hjólum.“ Búið er að safna 500 hjólum í ár en von er á fleirum. Aðsend Samtökin hafa síðustu ár fengið gefins varahluti frá reiðhjólaverslunum, mest frá Erninum, auk þess sem þau hafa fengið góða afslætti. Þá hafa samtökin fengið styrki frá fyrirtækjum sem hafa keypt hluti og gefið þeim. Undanfarin ár hafa þau einnig fengið 500 þúsund króna styrk frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar en fengu höfnun í ár. Styrkurinn hefur verið nýttur til að kaupa þá varahluti sem ekki hafa fengist gefins, til að borga fyrir bensín í bílana sem sækja hjólin á Sorpu og kaffi og kleinur fyrir sjálfboðaliða. Fengu engan styrk í ár frá borginni Birgir segist ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna þau fengu ekki styrk í ár frá borginni en þau hafi ekki leitast sérstaklega eftir því að fá þær. Frekar ætli þau að leita annarra leiða til að fjármagna söfnunina og samtökin. „Þannig við eigum ekki neitt núna nema gleði og góðan vilja.“ Hann segir samtökin ekki hafa sótt um styrki til annarra sveitarfélaga en gefi hjól til barna og fólks í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og stundum jafnvel út fyrir það. „Þetta hefur yfirleitt verið í gegnum félagsskrifstofur sveitarfélaganna. Fólk sækir þar um aðstoð við hjólakaup og félagsskrifstofurnar hafa samband við okkur. Þetta er fyrir fólk sem hefur ekki önnur ráð til að eignast hjól fyrir sig eða börnin sín. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa til dæmis yfirleitt ekki mikið á milli handanna og þá getur þetta verið eitt af því sem situr á hakanum.“ Mikilvægt fyrir börn að eiga hjól Birgir segir þetta þó afskaplega mikilvægt, fyrir bæði börn og fullorðna. „Það er svo mikilvægt fyrir krakka á grunnskólaaldri, sama hvað stigi það er, að hafa hjólið yfir sumarið. Þegar bekkurinn fer í hjólaferð að vera ekki sá eini sem er hlaupandi aftast. Þetta er líka inngilding.“ Birgir segir best fyrir þau sem hafa áhuga á að aðstoða við viðgerðir að hafa samband í hópnum á Facebook. Það verði tilkynnt um viðveru þar. Eigi fólk hjól til að gefa sé best að fara með þau í Sorpu á Sævarhöfða. Geti það ekki komið sér á Sævarhöfða getur það farið á aðrar Sorpustöðvar og hjólin verða sótt þangað. Hjólin mega vera í hvaða ástandi sem er. „Ef það er ekki hægt að nota hjólið sjálft er alltaf hægt að tína einhverja parta af og nota til að laga önnur. Restin fer svo í endurvinnslu. Þannig það nýtist allt.“ Hjólreiðar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Venesúela Félagsmál Reykjavík Félagasamtök Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
„Fyrir þau sem eru að vandræðast með alltof marga frídaga á næstunni: Á Sævarhöfðanum eru til um það bil 500 reiðhjól sem fólk hefur gefið í Hjólasöfnun ársins. En það sárvantar sjálfboðaliða til að hjálpa okkur að pumpa í dekk og skipta um bremsuvíra og fleira,“ sagðirBirgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, í tilkynningu á Facebook-síðu hópsins í vikunni. Hann segir þetta tilvalið fyrir fólk sem vill læra á hjólaviðgerðir og hefur fáeinar klukkustundir aflögu. „Þetta er bara smotterí sem er komið. Í fyrra söfnuðum við 1.750 hjólum og 1.400 hjólum árið þar á undan,“ segir Birgir. Söfnunin fari hægt af stað Hann segir söfnunina fara hægt af stað í ár og það megi að einhverju leyti rekja til þess að vorið sé að láta bíða eftir sér. Þá megi einnig gera ráð fyrir því að margir fari í garðhreinsun eða geymsluna um páskana og þá skili eitthvað sér til þeirra. „Við erum í samstarfi við Sorpu allan aprílmánuð en fólk getur í raun alltaf skilað af sér hingað á verkstæðið okkar á Sævarhöfða. Við erum þannig að safna allt árið en aðalátakið er í apríl.“ Hann segir sárvanta hendur til að laga hjólin. Þeir séu með hjólin, verkfærin og varahlutina, en vanti hendurnar. „Það er aðallega því síðustu tvö til þrjú ár hefur verið hérna harðkjarna hópur af fólki sem hefur sótt um alþjóðlega vernd, aðallega frá Venesúela en líka frá fleiri löndum. Af þeim fimmtán sem voru hérna marga tíma á dag, marga daga á mánuði, marga mánuði í röð seinustu sumur, eru bara tveir eftir,“ segir Birgir. Starfsmenn Össurar aðstoðuð við lagfæringar í fyrra. Aðsend Hann segir sjálfboðaliðana frá Venesúela hafa lagt mikið á sig til að komast á Sævarhöfða. „Þau voru á gistiheimili í Hafnafirði og hjóluðu á Sævarhöfða. Það gat alveg tekið einn og hálfan tíma. Þau unnu í sex tíma og fóru svo að vinna hjá Samhjálp eða Hjálpræðishernum eða Rauða krossinum og hjóluðu svo heim. Þannig gekk lífið hjá þeim í þrjá mánuði, allt síðasta sumar. Þannig það þarf svolítið marga sjálfboðaliða í staðinn sem ætla kannski bara að stoppa í tvo tíma.“ Birgir segir auk þessara sjálfboðaliða vinnustaði stundum hafa komið með starfsmenn í nokkra tíma í hópefli. Það sé velkomið líka í ár. Sem dæmi hafi starfsmenn Össurar komið í fyrra og lagað hjól í nokkra klukkutíma. Allir geti lært að laga hjól Hann segir alla geta lært að laga hjól. Það sé fólk á staðnum með kunnáttu sem leiðbeini þannig það eina sem fólk þurfi að gera sé að mæta, og passa að vera í fötum sem megi verða skítug. „Að öðru leyti þarf ekkert nema góða skapið og smá gleði og orku. Við björgum restinni.“ Hann segir Reiðhjólabændur einbeita sér að barnahjólum. Viðgerðirnar séu yfirleitt mjög einfaldar á þeim. „Þetta snýst um að skipta um slöngur eða dekk, smyrja keðjur eða jafnvel bremsur. Það er yfirleitt ekki annað sem þarf að gera á þessum hjólum.“ Búið er að safna 500 hjólum í ár en von er á fleirum. Aðsend Samtökin hafa síðustu ár fengið gefins varahluti frá reiðhjólaverslunum, mest frá Erninum, auk þess sem þau hafa fengið góða afslætti. Þá hafa samtökin fengið styrki frá fyrirtækjum sem hafa keypt hluti og gefið þeim. Undanfarin ár hafa þau einnig fengið 500 þúsund króna styrk frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar en fengu höfnun í ár. Styrkurinn hefur verið nýttur til að kaupa þá varahluti sem ekki hafa fengist gefins, til að borga fyrir bensín í bílana sem sækja hjólin á Sorpu og kaffi og kleinur fyrir sjálfboðaliða. Fengu engan styrk í ár frá borginni Birgir segist ekki hafa fengið skýringar á því hvers vegna þau fengu ekki styrk í ár frá borginni en þau hafi ekki leitast sérstaklega eftir því að fá þær. Frekar ætli þau að leita annarra leiða til að fjármagna söfnunina og samtökin. „Þannig við eigum ekki neitt núna nema gleði og góðan vilja.“ Hann segir samtökin ekki hafa sótt um styrki til annarra sveitarfélaga en gefi hjól til barna og fólks í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og stundum jafnvel út fyrir það. „Þetta hefur yfirleitt verið í gegnum félagsskrifstofur sveitarfélaganna. Fólk sækir þar um aðstoð við hjólakaup og félagsskrifstofurnar hafa samband við okkur. Þetta er fyrir fólk sem hefur ekki önnur ráð til að eignast hjól fyrir sig eða börnin sín. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa til dæmis yfirleitt ekki mikið á milli handanna og þá getur þetta verið eitt af því sem situr á hakanum.“ Mikilvægt fyrir börn að eiga hjól Birgir segir þetta þó afskaplega mikilvægt, fyrir bæði börn og fullorðna. „Það er svo mikilvægt fyrir krakka á grunnskólaaldri, sama hvað stigi það er, að hafa hjólið yfir sumarið. Þegar bekkurinn fer í hjólaferð að vera ekki sá eini sem er hlaupandi aftast. Þetta er líka inngilding.“ Birgir segir best fyrir þau sem hafa áhuga á að aðstoða við viðgerðir að hafa samband í hópnum á Facebook. Það verði tilkynnt um viðveru þar. Eigi fólk hjól til að gefa sé best að fara með þau í Sorpu á Sævarhöfða. Geti það ekki komið sér á Sævarhöfða getur það farið á aðrar Sorpustöðvar og hjólin verða sótt þangað. Hjólin mega vera í hvaða ástandi sem er. „Ef það er ekki hægt að nota hjólið sjálft er alltaf hægt að tína einhverja parta af og nota til að laga önnur. Restin fer svo í endurvinnslu. Þannig það nýtist allt.“
Hjólreiðar Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Venesúela Félagsmál Reykjavík Félagasamtök Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira