Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar 16. apríl 2025 12:32 Á undanförnum árum og áratugum hafa kröfur um fagleg og skilvirk vinnubrögð í stjórnsýslu sveitarfélaga aukist verulega. Kröfurnar koma úr ýmsum áttum; frá Alþingi og ráðuneytum í lögum og reglugerðum, frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna sem vilja sýna metnað í störfum sínum og síðast ekki síst frá íbúunum, sem kalla eftir góðri þjónustu og ábyrgri nýtingu opinberra fjármuna. Stefnumiðuð stjórnun sveitarfélaga Meðal annars hefur verið lögð aukin áhersla á stefnumiðaða stjórnun í starfsemi sveitarfélaga, sem hefur leitt af sér lögbundnar kröfur um stefnumótun á ákveðnum sviðum. Sveitarfélögum ber þannig að móta sér stefnu í skólamálum, jafnréttismálum (jafnréttisáætlun), um landnýtingu og þróun byggðar (aðal- og deiliskipulag), um notkun tungumála í starfseminni (málstefna), í loftslagsmálum og um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags svo eitthvað sé nefnt. Kröfurnar koma ýmist fram í sveitarstjórnarlögum eða sérlögum um viðkomandi málaflokk. Gildi stefnumótunar Í flestum sveitarfélögum eru kjörnir fulltrúar og starfsfólk meðvituð um gagnsemi stefnumótunar, en áherslur fólks eru mismunandi og það er ekki sjálfgefið að áherslan sé lögð á að móta þær stefnur sem lögin kveða á um. Algengt er að einhverja lögbundnar stefnur vanti en að viðkomandi sveitarfélag hafi sett sér stefnu á öðrum sviðum starfseminnar, t.d. í atvinnumálum eða í menningarmálum þar sem ekki er lögbundið að móta stefnu. Þegar stefna er lögbundin er sú hætta fyrir hendi að mótun stefnunnar snúist um að uppfylla lagaskilyrði frekar en að vinna markvisst að úrbótum á viðkomandi sviði. Þannig verður freistandi að byggja á fyrirmyndum án þess að leggja vinnu í að laga stefnuna að aðstæðum viðkomandi sveitarfélags og íbúa þess. Fyrir vikið er hægt að haka við að lagaskilyrðið sé uppfyllt, en sveitarfélagið situr uppi með skjal sem litlar líkur eru á að verði fylgt í starfseminni. Afritun stefnu annarra sveitarfélaga er þannig ekki líkleg til að skila miklum ávinningi fyrir starfsemi sveitarfélagsins og íbúa. Mörkun stefnu á ekki að vera formsatriði. Ávinningur stefnumótunar liggur ekki síst í ferlinu, þ.e. vinnunni við að greina stöðuna, skilgreina markmið og móta framtíðarsýn í samstarfi kjörinna fulltrúa, starfsfólks, íbúa og annarra hagaðila. Þannig má tryggja að stefnan eigi við í starfseminni og að þeir sem eiga að framfylgja henni leggi metnað í að fylgja henni eftir. Þjónustustefna sveitarfélaga Ein af þeim stefnum sem sveitarstjórnum ber að marka sér er stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Ákvæðið er sett í lög sem mótvægi við viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga til að tryggja að sveitarstjórn hugi að þörfum íbúa í dreifðari byggðum eða fámennari byggðarlögum innan sveitarfélagsins, setji sér stefnu um þjónustu við þau og framfylgi henni með skýrum aðgerðum Í lögunum er kveðið á um að þjónustustefna til fjögurra ára skuli unnin samhliða fjárhagsáætlun, sem þýðir í raun að þjónustustefnu á að endurskoða árlega. Enn fremur er kveðið á um að það skuli gert í samráði við íbúa. Mörg sveitarfélög hafa sett sér þjónustustefnu. Oft er um að ræða ítarlegt yfirlit yfir þá þjónustu sem í boði er utan höfuðstaðar viðkomandi sveitarfélags, án þess að sett séu fram markmið um breytingar eða þróun þjónustunnar til framtíðar. Þótt slík markmið megi gjarnan leiða af málefnasamningi flokka sem mynda meirihluta í sveitarstjórn eða af stefnu sveitarstjórnar um einstaka málaflokka, ná þau ekki inn í þjónustustefnuna. Fyrir vikið missir þjónustustefnan marks sem stjórntæki. Þjónustustefna sem lifandi stjórntæki Lagaákvæðinu um mótun stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum utan stærstu þéttbýliskjarna sveitarfélaga er fyrst og fremst ætlað að gefa íbúum dreifbýlis og jaðarsvæða hugmynd um það hvers þau megi vænta af hálfu sveitarfélagsins. Mótun þjónustustefnu gefur hinsvegar kærkomið tækifæri til að gefa öllum íbúum sveitarfélagsins til kynna hver metnaður sveitarstjórnar er í veitingu þjónustu og hvaða breytinga megi vænta í fyrirsjáanlegri framtíð. Ef vel er að verki staðið getur þjónustustefna verið gagnlegt stjórntæki, sem auk þess að gefa íbúum yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, felur í sér leiðbeiningar til kjörinna fulltrúa, nefndarfólks og starfsfólks þegar taka þarf ákvarðanir um þjónustu til framtíðar. Þjónustustefna sveitarfélaga getur verið öflugt stjórntæki ef hún er unnin af metnaði og í samráði við íbúa. Hún á að vera lifandi skjal sem endurspeglar raunverulegar þarfir og væntingar íbúanna á hverjum tíma. Með því að leggja áherslu á virkt samráð og reglulega endurskoðun þjónustustefnu má stuðla að því að þjónustan sé ávallt í takti við ríkjandi aðstæður og kröfur. Sveitarfélög sem nýta þjónustustefnu sem virkt stjórntæki geta þannig stuðlað að aukinni skilvirkni og fagmennsku í þjónustu sinni, sem skilar sér í betri nýtingu opinberra fjármuna og ánægðari íbúum. Höfundur er verkefnastjóri hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hafa kröfur um fagleg og skilvirk vinnubrögð í stjórnsýslu sveitarfélaga aukist verulega. Kröfurnar koma úr ýmsum áttum; frá Alþingi og ráðuneytum í lögum og reglugerðum, frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna sem vilja sýna metnað í störfum sínum og síðast ekki síst frá íbúunum, sem kalla eftir góðri þjónustu og ábyrgri nýtingu opinberra fjármuna. Stefnumiðuð stjórnun sveitarfélaga Meðal annars hefur verið lögð aukin áhersla á stefnumiðaða stjórnun í starfsemi sveitarfélaga, sem hefur leitt af sér lögbundnar kröfur um stefnumótun á ákveðnum sviðum. Sveitarfélögum ber þannig að móta sér stefnu í skólamálum, jafnréttismálum (jafnréttisáætlun), um landnýtingu og þróun byggðar (aðal- og deiliskipulag), um notkun tungumála í starfseminni (málstefna), í loftslagsmálum og um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags svo eitthvað sé nefnt. Kröfurnar koma ýmist fram í sveitarstjórnarlögum eða sérlögum um viðkomandi málaflokk. Gildi stefnumótunar Í flestum sveitarfélögum eru kjörnir fulltrúar og starfsfólk meðvituð um gagnsemi stefnumótunar, en áherslur fólks eru mismunandi og það er ekki sjálfgefið að áherslan sé lögð á að móta þær stefnur sem lögin kveða á um. Algengt er að einhverja lögbundnar stefnur vanti en að viðkomandi sveitarfélag hafi sett sér stefnu á öðrum sviðum starfseminnar, t.d. í atvinnumálum eða í menningarmálum þar sem ekki er lögbundið að móta stefnu. Þegar stefna er lögbundin er sú hætta fyrir hendi að mótun stefnunnar snúist um að uppfylla lagaskilyrði frekar en að vinna markvisst að úrbótum á viðkomandi sviði. Þannig verður freistandi að byggja á fyrirmyndum án þess að leggja vinnu í að laga stefnuna að aðstæðum viðkomandi sveitarfélags og íbúa þess. Fyrir vikið er hægt að haka við að lagaskilyrðið sé uppfyllt, en sveitarfélagið situr uppi með skjal sem litlar líkur eru á að verði fylgt í starfseminni. Afritun stefnu annarra sveitarfélaga er þannig ekki líkleg til að skila miklum ávinningi fyrir starfsemi sveitarfélagsins og íbúa. Mörkun stefnu á ekki að vera formsatriði. Ávinningur stefnumótunar liggur ekki síst í ferlinu, þ.e. vinnunni við að greina stöðuna, skilgreina markmið og móta framtíðarsýn í samstarfi kjörinna fulltrúa, starfsfólks, íbúa og annarra hagaðila. Þannig má tryggja að stefnan eigi við í starfseminni og að þeir sem eiga að framfylgja henni leggi metnað í að fylgja henni eftir. Þjónustustefna sveitarfélaga Ein af þeim stefnum sem sveitarstjórnum ber að marka sér er stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Ákvæðið er sett í lög sem mótvægi við viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga til að tryggja að sveitarstjórn hugi að þörfum íbúa í dreifðari byggðum eða fámennari byggðarlögum innan sveitarfélagsins, setji sér stefnu um þjónustu við þau og framfylgi henni með skýrum aðgerðum Í lögunum er kveðið á um að þjónustustefna til fjögurra ára skuli unnin samhliða fjárhagsáætlun, sem þýðir í raun að þjónustustefnu á að endurskoða árlega. Enn fremur er kveðið á um að það skuli gert í samráði við íbúa. Mörg sveitarfélög hafa sett sér þjónustustefnu. Oft er um að ræða ítarlegt yfirlit yfir þá þjónustu sem í boði er utan höfuðstaðar viðkomandi sveitarfélags, án þess að sett séu fram markmið um breytingar eða þróun þjónustunnar til framtíðar. Þótt slík markmið megi gjarnan leiða af málefnasamningi flokka sem mynda meirihluta í sveitarstjórn eða af stefnu sveitarstjórnar um einstaka málaflokka, ná þau ekki inn í þjónustustefnuna. Fyrir vikið missir þjónustustefnan marks sem stjórntæki. Þjónustustefna sem lifandi stjórntæki Lagaákvæðinu um mótun stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum utan stærstu þéttbýliskjarna sveitarfélaga er fyrst og fremst ætlað að gefa íbúum dreifbýlis og jaðarsvæða hugmynd um það hvers þau megi vænta af hálfu sveitarfélagsins. Mótun þjónustustefnu gefur hinsvegar kærkomið tækifæri til að gefa öllum íbúum sveitarfélagsins til kynna hver metnaður sveitarstjórnar er í veitingu þjónustu og hvaða breytinga megi vænta í fyrirsjáanlegri framtíð. Ef vel er að verki staðið getur þjónustustefna verið gagnlegt stjórntæki, sem auk þess að gefa íbúum yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, felur í sér leiðbeiningar til kjörinna fulltrúa, nefndarfólks og starfsfólks þegar taka þarf ákvarðanir um þjónustu til framtíðar. Þjónustustefna sveitarfélaga getur verið öflugt stjórntæki ef hún er unnin af metnaði og í samráði við íbúa. Hún á að vera lifandi skjal sem endurspeglar raunverulegar þarfir og væntingar íbúanna á hverjum tíma. Með því að leggja áherslu á virkt samráð og reglulega endurskoðun þjónustustefnu má stuðla að því að þjónustan sé ávallt í takti við ríkjandi aðstæður og kröfur. Sveitarfélög sem nýta þjónustustefnu sem virkt stjórntæki geta þannig stuðlað að aukinni skilvirkni og fagmennsku í þjónustu sinni, sem skilar sér í betri nýtingu opinberra fjármuna og ánægðari íbúum. Höfundur er verkefnastjóri hjá KPMG.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun