Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:55 Röðin var leidd í snák fyrir neðan tröppurnar upp í öryggisleitina og þaðan lá hún enn lengra fram í brottfararsalinn. vísir Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir
Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira