„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 17:17 Stuðningsmenn Dallas Mavericks tóku Luka Doncic fagnandi þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll og fór á kostum í búningi LA Lakers. Getty/Sam Hodde Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33