„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 13:30 Finnur Freyr hefur aldrei stýrt Val til sigurs gegn Grindavík í Smáranum en þarf að gera það í kvöld. Vísir / Diego Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. „Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
„Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti