Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2025 08:00 Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er á fullu í krefjandi læknisnámi en um leið vinnur hún hver verðlaunin á fætur öðrum í ólympískum lyftingum. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira