Bílastæðin fullbókuð um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 15:45 Íslendingar á leið til útlanda og eru vanir að geyma bíla sína á vellinum þurfa að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að koma sér á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira