Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 15:13 Stelpurnar okkar eru á leið á HM í desember en ekki Ísrael. vísir/Hulda Margrét Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Það gekk á ýmsu í kringum leiki íslenska liðsins við Ísrael. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Í yfirlýsingunni í dag segjast stelpurnar hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum: „Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram.“ Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði þar með sæti liðsins á HM í vetur. Í myndatöku eftir leik vakti athygli að leikmenn liðsins settu hönd yfir merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikmenn íslenska liðsins hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hefur gengið á dagana í aðdraganda leikjanna tveggja við Ísrael. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Stelpurnar okkar skora á ÍSÍ og HSÍ að þrýsta á alþjóðasambönd um að Ísrael verði meina að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan á hernaði þjóðarinnar stendur, með því að koma reynslu stelpnanna á framfæri. Yfirlýsingu þeirra má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HSÍ ÍSÍ Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sjá meira
Það gekk á ýmsu í kringum leiki íslenska liðsins við Ísrael. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Í yfirlýsingunni í dag segjast stelpurnar hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum: „Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram.“ Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði þar með sæti liðsins á HM í vetur. Í myndatöku eftir leik vakti athygli að leikmenn liðsins settu hönd yfir merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikmenn íslenska liðsins hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hefur gengið á dagana í aðdraganda leikjanna tveggja við Ísrael. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Stelpurnar okkar skora á ÍSÍ og HSÍ að þrýsta á alþjóðasambönd um að Ísrael verði meina að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan á hernaði þjóðarinnar stendur, með því að koma reynslu stelpnanna á framfæri. Yfirlýsingu þeirra má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.
Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HSÍ ÍSÍ Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sjá meira